Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2013 | 18:30

Golfgrín á mánudegi

Þetta er saga kylfings sem fór í margar golfferðir til Spánar. Í hvert sinn var hann búinn að kaupa sér pakka þar sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af mat því pakkinn var „all inclusive“ þ.e. búið á hóteli, spilað á daginn og borðað á hótelinu í öll mál.

Eitt skipti ákvað hann að breyta út af reglunni.  Hann keypti sér ódýran farmiða, gisti á ódýru hóteli og ætlaði að verja öllu sem hann sparaði í að spila fleiri  golfvelli og gera vel við sig í mat.

Einn veitingastaðurinn virtist honum sérlega vinsæll. Honum var sagt að vinsælasti rétturinn á staðnum væru hreðjar nautsins, sem féll hverju sinni í nautaati dagsins og að þessi réttur væri aðeins borinn fram fyrir 1 matargest, þannig að panta varð réttinn með góðum fyrirvara því mikill biðlisti var í þennan sérrétt hússins.

Hugsið ykkur um tvisvar áður en þið pantið „Testículos del Toro"!!!

Hugsið ykkur um tvisvar áður en þið pantið „Cojones del Toro“!!!

Kylfingurinn okkar lét skrifa sig á biðlista eftir sérrétti hússins og ….. var heppinn. Síðasta kvöldið var röðin komin að honum, en hann var búinn að vera dyggur matargestur á staðnum þó aldrei hefði hann fengið sérréttinn borinn fram.

Á hverju kvöldi var hann búinn að sjá hvern matargestinn á fætur öðrum, sem fékk sérréttinn fara út af staðnum með sælusvip og brosið í hring og sérrétturinn dásamaður í bak og fyrir.

Svo rann stóra stundin upp en….. þegar hann dró kúpulinn af disknum gat hann ekki dulið vonbrigði sín og óánægju.   Hann kallaði á þjóninn.

„Þjónn rétturinn minn er svo miklu, miklu minni en ég hef séð borinn fram á hverju kvöldi!“

Þjónninn: „Já, herra minn, það er ekki alltaf nautið sem tapar!“