
Golfgrín á mánudegi
Þetta er saga kylfings sem fór í margar golfferðir til Spánar. Í hvert sinn var hann búinn að kaupa sér pakka þar sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af mat því pakkinn var „all inclusive“ þ.e. búið á hóteli, spilað á daginn og borðað á hótelinu í öll mál.
Eitt skipti ákvað hann að breyta út af reglunni. Hann keypti sér ódýran farmiða, gisti á ódýru hóteli og ætlaði að verja öllu sem hann sparaði í að spila fleiri golfvelli og gera vel við sig í mat.
Einn veitingastaðurinn virtist honum sérlega vinsæll. Honum var sagt að vinsælasti rétturinn á staðnum væru hreðjar nautsins, sem féll hverju sinni í nautaati dagsins og að þessi réttur væri aðeins borinn fram fyrir 1 matargest, þannig að panta varð réttinn með góðum fyrirvara því mikill biðlisti var í þennan sérrétt hússins.
Kylfingurinn okkar lét skrifa sig á biðlista eftir sérrétti hússins og ….. var heppinn. Síðasta kvöldið var röðin komin að honum, en hann var búinn að vera dyggur matargestur á staðnum þó aldrei hefði hann fengið sérréttinn borinn fram.
Á hverju kvöldi var hann búinn að sjá hvern matargestinn á fætur öðrum, sem fékk sérréttinn fara út af staðnum með sælusvip og brosið í hring og sérrétturinn dásamaður í bak og fyrir.
Svo rann stóra stundin upp en….. þegar hann dró kúpulinn af disknum gat hann ekki dulið vonbrigði sín og óánægju. Hann kallaði á þjóninn.
„Þjónn rétturinn minn er svo miklu, miklu minni en ég hef séð borinn fram á hverju kvöldi!“
Þjónninn: „Já, herra minn, það er ekki alltaf nautið sem tapar!“
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?