Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 19:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Ragnar Már Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 17-18 ára pilta á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í piltaflokki fóru á eftirfarandi máta: Ragnari Má Garðarssyni, GKG g. Kristni Reyr Sigurðssyni, GR 2&1 Aron Snær Júlíusson, GKG g. Agli Ragnari Gunnarssyni, GKG 6 &5 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Kristins Reyr og Egils Ragnars og vann Kristinn Reyr  2&0. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Ragnar Más og Arons Snæs og var það Ragnar Már sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki, 1&0 Ragnar Már var svo sannarlega vel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Anna Sólveig Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 17-18 ára stúlkna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stúlknaflokki fóru á eftirfarandi máta: Gunnhildur Kristjánssdóttir, GKG g. Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG 3&2 Anna Sólveig Snorradóttir, GK g. Bryndísi  Maríu Ragnarsdóttur GKG 2&1 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Bryndísar Maríu og Særósar Evu og vann Bryndís María  3&1. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór fram milli Önnu Sólveigar og Gunnhildar og var það Anna Sólveig, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í stúlknaflokki 2013, 2&1.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Arnór Snær Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 14 ára og yngri stráka á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í piltaflokki fóru á eftirfarandi máta: Arnór Snær Guðmundsson, GHD g. Sigurði Má Þórhallssyni, GR 2&1 Ingvar Andri Magnússon, GR g. Inga Rúnari Birgissyni, GKG 6 &5 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Sigurðar Más Þórhallssonar, GR og Inga Rúnars Birgissonar, GKG og vann Sigurður Már  3&1. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Arnórs Snæs og Ingvars Andra og var það Arnór Snær Guðmundsson úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík (GHD)  sem stóð uppi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 17:30

Íslandsbankamótaröðin (3): Saga Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 15-16 ára stúlkna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stúlknaflokki fóru á eftirfarandi máta: Saga Traustadóttir, GR g. Karenu Ósk Kristjánsdóttur, GR  2&1 Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK g. Sigurlaugu Rún Jónsdóttur GK, 2&1 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Sigurlaugu Rún Jónsdóttur og Karenu Ósk Kristjánsdóttur og vann Sigurlaug Rún  1&0. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór því fram milli Sögu og Þóru Kristínu og var það Saga Traustadóttir, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í telpnaflokki 2013, 2&1.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 17:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Gísli Sveinbergs Íslandsmeistari í holukeppni í drengjaflokki

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 15-16 ára drengja á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í drengjaflokki fóru á eftirfarandi máta: Gísli Sveinbergsson, GK g. Birgi Birni Magnússyni, GK 1&0 Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG g. Vikari Jónassyni, GK 6&4 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Birgis Björns og Vikars Jónassonar og vann Birgir Björn  6&5. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór síðan fram milli Gísla og Óðins Þórs og var það Gísli sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki, 4&3.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 16:00

Íslandsbankamótaröðin (3): Ólöf María Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki!

Í dag fóru fram 4 manna úrslitaleikir í flokki 14 ára og yngri stelpna á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í holukeppni. Leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG í Kópavoginum. Leikirnir í 4 manna úrslitunum í stelpuflokki fóru á eftirfarandi máta: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR g. Heklu Sóley Arnarsdóttur, GK  4&3 Ólöf María Einarsdóttir, GHD g. Kingu Korpak GS 6&5 Leikurinn um 3. sætið fór því fram milli Heklu Sóley og Kingu og vann Hekla Sóley  2&1. Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fór því fram milli Ólafar Maríu og Gerðar Hrönn og var það Ólöf María, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki flokki 2013, 4&3.  Glæsilegt hjá þessari ungu stelpu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 15:30

GÖ: Arnar Þór sigraði á Opna Classic

Í gær, laugardaginn 15. júní 2013 fór fram í Öndverðarnesinu Opna Classic mótið. Skráðir voru 125 og 120 luku keppni, þar af 21 kvenkylfingur.  Leikformið var punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Arnar Þór Hallsson, GKG, sigraði en hann var með 41 punkt. Hann hlaut í verðlaun  75.000 Icelandair vildarpunkta, gjafabréf í Bjórskólann fyrir 2 og Tuborg Classic kassa. Í 2. sæti varð Jón Páll Júlíusson, óklúbbbundinn með 39 punkta. Hann hlaut í verðlaun ársáskrift að Skjá Golf , gjafabréf í Bjórskólann fyrir 2 og tvær kippur af Tuborg Classic.  Í 3. sæti var síðan Jón Ólafur Bergþórsson á 38 punktum (21 punkti á seinni 9) og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 15:15

GBB: Björg Sæmundsdóttir sigraði í Kalkmótinu

Á Liltueyrarvelli á Bíldudal fór í gær, laugardaginn 15. júní 2013 fram Kalkmótið. Þátttakendur voru 13 og leikformið höggleikur með og án forgjafar. Sigurvegari varð Björg Sæmundsdóttir úr Golfklúbbi Patreksfjarðar, GP, en hún vann höggleikinn bæði með og án forgjafar. Björg lék Litlueyrarvöll á 6 yfir pari, 76 höggum og átti 2 högg á þann sem næstur kom, heimamanninn Arnar Arnarsson í höggleiknum án forgjafar. Hún var á 70 höggum nettó og átti því enn 1 högg á Arnar í höggleik með forgjöf.  Aðkomukonan sigraði því heimamennina 12, hvort heldur konur eða karla!!! Glæsilegt hjá Björg!!! Sjá má heildarúrslit í hér fyrir neðan í höggleik án forgjafar:  Staða Kylfingur Klúbbur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 15:00

GKB: Stefán Þór, Einar Ingvar og Íris sigruðu á 20 ára afmælismótinu – Myndasería

Í tilefni af 20 ára afmæli Golfklúbbs Kiðjabergs var haldið glæsilegt afmælismót í frábæru veðri, 19 stiga hita og sól, á Kiðjabergsvelli í gær, 15. júní. 146 keppendur tóku þátt og var uppselt í mótið. Margir voru að skora vel og en enginn þó betur en Einar Ingvar Jóhannsson úr NK sem var með 43 punkta og lækkaði því forgjöf sína verulega. Stefán Þór Hallgrímsson úr GKJ lék best í höggleik, kom inn á 72 höggum eða einu höggi  yfir pari. Meðal kvenna var Íris Jónasdóttir, GJÓ með flesta punkta eða 37 glæsipunkta. Eins og áður segir þá lék veðrið við keppendur og góður rómur var gerður af vellinum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 16. 2013 | 14:45

Afmæliskylfingur dagsins: Harpa Ævarrsdóttir – 16. júní 2013

Það er Harpa Ævarrsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Harpa er fædd 16. júní 1967 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Hún er móðir Ævarrs Freys, afrekskylfings í GA og er dugleg að fylgja syninum hvert á land sem er, sem kaddý. Ævarr tekur einmitt þátt í 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótinu í holukeppni unglinga á Leirdalsvelli nú um helgina. Harpa vinnur hjá sýslumanninum á Akureyri, er ein af ofurlögfræðingum Norðurlands og sjálf ágætis kylfingur.  Komast má á facebook síðu Hörpu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Harpa Ævarrsdóttir (46 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Old Tom Morris, 16. júní Lesa meira