Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2013 | 03:00

US Open: Viðtal við sigurvegarann Justin Rose – Myndskeið

Justin Rose vitnaði í Trevino og sagðist hafa verið ástfanginn af stúlku sem héti Merion alla vikuna, sem  hann vissi ekki eftirnafnið á.  Þannig hefst viðtal við sigurvegara Opna bandaríska, Justin Rose, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Rose sagði að leikplanið og æfingarnar hefðu gengið upp og þetta hefði bara verið fullkomin vika.

Hann sagði Merion hefði staðið undir væntingum og völlurinn verið erfiður; hann persónulega hefði talið að sigurskorið yrði  4 til 5 undir pari. Hann væri bara glaður að hafa verið sá sem stóð uppi sem sigurvegari.