Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 18:40

PGA: Tiger dregur sig úr AT&T

Tiger mun ekki spila í AT&T National mótinu vegna þess að álagsverkja í vinstri olnboga Þessi tilkynning birtist á vefsíðu Tiger í gær (þriðjudaginn 18. júní ). Í tilynningunni sagði Tiger m.a. að læknar hefðu skoðað olnbogann eftir að hann sneri aftur heim eftir þátttöku í Opna bandaríska í Merion golfklúbbnum og þeir hefðu ráðlagt að hann tæki sér nokkurra vikna hvíld og væri í meðferð.  Hann sagði að hann hygðist fyrst spila aftur á Opna breska, sem fer fram 18.-21. júlí í Muirfield í Skotlandi. Báðir Tiger og Rory hafa þó tilkynnt að þeir muni taka þátt í Dubai Desert Classic árið 2014, þegar Evrópumótaröðin heldur upp á 25 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 18:25

Úlfar velur EM landsliðin

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið kvennalandslið sem leikur fyrir Íslands hönd á EM kvenna sem fram fer dagana 9.-13. júlí næst komandi. Mótið verður haldið á Fulford GC, á Englandi en 20 þjóðir þátt. Leikinn er höggleikur fyrstu tvo dagana og raðað í A, B og C riðla (8, 8, og 4 þjóðir) eftir skori. Úlfar hefur einnig valið karlaliðið, sem leikur í undankeppni EM eða Challenge Trophy dagana 11.-13. júlí. Auk Íslands eru Belgar, Tékkar, Eistar, Ungverjar, Rússar, Serbar, Slóvakar, Slóvenar og Tyrkir skráðir til leiks. Mótið er haldið á Golf & Spa Resort Kunětická Hora í Tékklandi. Þrjár efstu þjóðirnar fá þátttökurétt á EM landsliða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 18:00

Haraldur kominn í 32 manna úrslit!

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur er kominn áfram í 32 manna úrslit á Opna breska áhugameistaramótinu sem fram fer í Kent á Englandi. Haraldur lék í dag gegn Michael Saunders og hafði betur í leiknum leiknum og vann 2-0. Haraldur mætir  Victor Lange frá Suður-Afríku í 32 manna úrslitum og hefja þeir leik snemma í fyrramálið. Hér má sjá úrslit úrslit dagsins.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 08:10

GV: Þórdís Geirs sigraði á Magnúsínu!

S.l. laugardag 15. júní 2013 fór fram kvennamótið Magnúsína úti í Vestmannaeyjum. Þátttakendur voru 38 og luku 35 keppni. Hópur Keiliskvenna gerði sér ferð út í Eyjar til  að keppa í mótinu og sigurvegari í höggleiknum var Þórdís Geirsdóttir, GK á 82 höggum. Í punktakeppninni var sigurvegarinn Auður Elísabet Jóhannsdóttir, GR, á 34 punktum. Úrslit úr höggleikshluta mótsins var eftirfarandi:  1 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 41 41 82 12 82 82 12 2 Auður Elísabet Jóhannsdóttir GR 15 F 43 46 89 19 89 89 19 3 Bryndís Laila Ingvarsdóttir GR 13 F 47 45 92 22 92 92 22 4 Hildur A Pálsdóttir GR 19 F 47 45 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 08:00

Evróputúrinn: BMW Int. Open hefst í München á morgun!

Á morgun hefst í Golf Club Eichenried í München, Þýskalandi BMW International Open.  Þetta er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þetta er í 25. sinn sem mótið fer fram.   Martin Kaymer sem er eini Þjóðverjinn, sem tekist hefir að vinna mótið þ.e. á 20 ára afmæli mótsins, þykir sigurstranglegastur af heimamönnunum til þess að sigra ásamt Marcel Siem … og Max Kiefer. Kiefer er eflaust ekki eins þekktur og fyrri tvö nöfnin en klúbburinn sem hann tilheyrir þeim mun meira …. Golf Club Fleesensee þar sem margir Íslendingar hafa keppt á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina í gegnum tíðnina. Kaymer og Siem eru meðal 10 þátttakenda í mótinu sem komust í gegnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 07:30

GKS: Hulda sigraði á Þjóðhátíðarmótinu á Sigló!

Á Siglufirði fór 17. júní  s.l. fram  Þjóðhátíðarmót í boði Everbuild. Þátttakendur voru 19 og luku 17 keppni.  Leikformið var punktakeppni með forgjöf í einum opnum flokki. Sigurvegari mótsins var Hulda Guðveig Magnúsardóttir, GKS, en hún var með 39 glæsipunkta!!! Úrslitin að öðru leyti voru eftirfarandi:  1 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 19 F 24 15 39 39 39 2 Sigurbjörn Hafþórsson GKS 36 F 19 18 37 37 37 3 Björg Traustadóttir GÓ 14 F 18 17 35 35 35 4 Bryndís Björnsdóttir GHD 28 F 18 14 32 32 32 5 Grétar Bragi Hallgrímsson GKS 10 F 13 18 31 31 31 6 Dagný Finnsdóttir GÓ 34 F 13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2013 | 07:00

Obama minnist á Rory í ræðu á Írlandi – Myndskeið

Obama Bandaríkjaforseti er sem stendur í opinberri heimsókn í Evrópu. Hann er nú staddur í Berlín en var þar áður í nokkra daga á Norður-Írlandi, en hann er á leið á G8 ráðstefnu.  Obama gat eins af sameiginlegum áhugamálum hans og margra Norður-Íra, golfsins í ræðu sem hann hélt í Belfast. „Ég er óánægður með að ég mun ekki fá tækifæri til að spila nokkra hringi meðan ég er hér,“ sagði Obama m.a. Obama, sem lék m.a. með Tiger fyrr á árinu minntist á nr. 2 á heimslistanum sem eins og allir vita er frá N-Írlandi. „Ég hitti Rory McIlroy á síðasta ári og hann ætlaði að hjálpa mér með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 19:30

Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurð á Opna breska áhugamannamótinu!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, komst fyrir skemmstu í gegnum niðurskurð á Opna breska áhugamannamótinu. Hann er í 10. sæti eftir 2 hringi af höggleik og nú tekur við holukeppni. Haraldur Franklín sagði í viðtali við Golf 1 áður en hann fór utan að hann vildi sjá með þátttökunni hvernig hann stæði sig miðað við aðra kylfinga í Evrópu. Sjá má viðtalið við Harald Franklín með því að SMELLA HÉR:  Af 288 sem hófu keppni landaði Haraldur Franklín 10. sætinu og ljóst að hann er meðal þeirra allra bestu!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 19:00

Grein Reuters um Golf á Íslandi

Paul Ingrassia, framkvæmdastjóri Reuters er þessa dagana staddur á Íslandi að spila golf. Og….. hann skrifar fallega um golfvellina okkar og golf á Íslandi. Lesa má grein Ingrassia með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2013 | 18:55

Heimslistinn: Rose í 3. sæti!!!

Með sigri sínum á Opna bandaríska velti Justin Rose, Adam Scott úr 3. sæti heimslistans. Þetta er það hæsta sem Justin Rose hefir komist á heimslistanum og aðeins 1,33 stig sem skilja að Rose og nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy. Tiger heldur toppsætinu nokkuð örugglega, en meira en 3 stig skilja hann og Rory að. Við það að Justin skaust upp í 3. sætið fór Masters sigurvegarinn Adam Scott niður í 4. sætið og Matt Kuchar niður í 5. sætið. Phil Mickelson fer hins vegar úr 10. sætinu i 6. sætið á heimslistanum fyrir að hafa landað 2. sætinu á Opna bandaríska (og Jason Day sem var líka í Lesa meira