Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2013 | 10:00

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Golf 1 óskar lesendum sínum, kylfingum sem öðrum gleðilegs Þjóðhátíðardags!

Á þessum degi fagna Íslendingar fæðingu Jóns Sigurðssonar frelsishetju Íslands í sjálfstæðisbaráttunni, en á fæðingardegi hans 1944 var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum.

Jóns Sigurðsson  var fæddur 17. júní 1811 og hefði hann orðið 202 ára í dag!

Í dag, 17. júní fagna Íslendingar sjálfstæði sínu.

Í boði eru 8 mót fyrir kylfinga víðsvegar um landið í dag: Á Siglufirði fer fram Þjóðhátíðarmót í boði Everbuild (17 skráðir); Á Seyðisfirði fer Auðbjargarmótið fram (56 skráðir); Á Ísafirði fer fram Þjóðhátíðarmót (10 skráðir) og á Bíldudal heldur Rafkaupsmótaröðin áfram (ekkert gefið upp um þátttakendur).

4 mót eru á höfuðborgarsvæðinu: hjá NK er haldið glæsilega Opna Þjóðhátíðarmótið (108 skráðir) ; hjá GOB fer einnig fram Opið Þjóðhátíðarmót í boði Ellingsen (148 skráðir); hjá GÁ er 17. júní mót (ekkert gefið upp um þátttakendur) og GR býður upp á hjóna- og paramót á glæsilegri nýrri 27 holu Korpu fyrir félagsmenn sína (en mótið er innanfélgasmót þar sem leikformið er Greensome – 124 eru skráðir).

Fyrir þá sem vilja spila og eru í engu sérstöku keppnisskapi er tilvalið að renna í  Sandgerði, en þar er í boði sérstakt Þjóðhátíðardagstilboð á flottan 18 holu völl þeirra Sandgerðinga, Kirkjubólsvöll,  en hringurinn er á kr. 1700 í tilefni dagsins.