Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 20:00

Travelers í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Travelers mótið sem fram fer á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut. Nokkrar  stjörnur taka þátt í mótinu t.a.m. Hunter Mahan, Webb Simpson, Camilo Villegas, Pádraig Harrington, Lee Westwood, Bubba Watson og John Daly, Angel Cabrera, KJ Choi ofl. ofl. Til þess að sjá Travelers mótið í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 19:00

Afmæliskylfingar síðustu 4 daga

Afmæliskylfingadeildin á Golf1 hefir verið eitthvað slöpp að skrifa greinar frá og með 17. júní og eru hlutaðeigandi afmæliskylfingar beðnir afsökunar þar á.  Hér  verður bætt úr: Afmæliskylfingar 17. júní voru eftirfarandi:  Dagbjört Bjarnadóttir (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Hjörtur Sveinsson  og Svala Vignisdóttir Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli á Þjóðhátíðadegi Íslendinga eru:   Judy Kimball Simon, 17. júní 1938 (75 ára);  Cathy Sherk (née Graham, 17. júní 1950 (63 ára).   Afmæliskylfingar 18. júní 2013 voru eftirfarandi:  f. 18. júní 1998 (15 ára)   Valgerður Kristín Olgeirsdóttir (58 ára) Auðun Helgason (39 ára) Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli 18. júní s.l. er:  Jim Albus, 18. júní 1940  (73 ára). Afmæliskylfingar 19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 16:30

Olazabal og McGinley efstir á úrtökumóti fyrir Opna breska

Fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2012,  José Maria Olázabal og sá sem gegnir stöðunni á næsta ári,  Paul McGinley eru í efsta sæti af 96 keppnedum sem tíuðu upp á Sunningdale, þ.e. í  úrtökumóti fyrir Opna breska sem fram fer í næsta mánuði á Muirfield. Það eru 7 ár frá því að Olazabal keppti í Opna breska en þá varð hann í 56. sæti á eftir Tiger Woods, þ.e. árið 2006 í Hoylake. McGinley, sem fyrir skömmu fékk undanþágu til að spila í PGA Championship, þ.e. 4. risamótinu, sem fram fer í ágúst nú í sumar hefir heldur ekki keppt á Opna breska frá árinu 2009. Meðal þeirra sem komast ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Els á 63 í München

Ernie Els er aldeilis að gera það gott á BMW International Open sem hófst í Golf Club Eichenried í München, í Þýskalandi í dag. Hann lék 1. hring á 63 höggum, fékk 1 örn og 7 fugla og 10 pör. Þrír kylfingar léku á 64: Martin Kaymer, Alex Noren og Matthew Baldwin. Ljóst er að skor eru lág.  Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og að staða efstu manna getur enn breyst. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 15:30

Haraldur komst í 16 manna úrslit – en tapaði þar fyrir Paratore

Haraldur Franklín Magnus, GR, er að gera það gott á Royal Cinque Ports golfvellinum í Englandi þar sem Opna breska áhugamannamótið fer fram. Haraldur. sem varð í 10. sæti eftir höggleikinn sigraði fyrsta andstæðing sinn í gær og í morgun sigraði hann Viktor Lange frá Suður-Afríku í spennandi leik, þar sem úrslit réðustu ekki fyrr en á 20. holu. Haraldur var reyndar kominn með 3 holur upp eftir 16 holur en tapaði næstu 3 holum og réðust úrslitin ekki fyrr en á 20. holu. Í 16 manna úrslitum lék Haraldur við Ítalann Renato Paratore og fór leikur þeirra á 19. holu, þar sem Paratore hafði betur. Það verður því Paratore sem fer í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:45

Ólafur E. Rafnsson látinn

Ólafur E. Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands varð bráðkvaddur í Sviss í gær. Ólafur sem var fimmtugur á þessu ári, tók við sem forseti ÍSÍ 2006 og hefir jafnframt gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir íþróttahreyfinguna í Evrópu. Ólafur var mjög áhugasamur um golfíþróttina og var félagi í Golfklúbbnum Oddi. Hann er einn af þeim miklu hæfileikamönnum, sem kveður allt of fljótt. Golf 1 vottar aðstandendum dýpstu samúð.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:30

Scott tekur þátt í Aus Open

Masters rismóts sigurvegari ársins, Adam Scott hefir staðfest að síðasta mót sem hann leikur í á árinu verði Emirates Australian Open (oft stytt í Aus Open), en mótið fer fram 28. nóvember – 1. desember í Royal Sydney Golf Club. Scott, sem skrifaði sig í sögubækurnar með því að verða fyrsti Ástralinn til að klæðast græna jakkanum á Masters, vann Australian Open 2009.  Spurning hvort honum takist að endurtaka leikinn nú 4 árum síðar? Í viðtali við Scott kom m.a. fram að hann hlakkaði til frábærrar viku í Sydney. „Að sigra á National Open er titill sem hvern ástralskan kylfing langar til að vinna. Við erum með frábæra styrktaraðila í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:15

GKB: Emilía fór holu í höggi

Emilía Sjöfn Kristinsdóttir úr GR náði draumahöggi allra kylfinga á 3. braut Kiðjabergsvallar sunnudaginn 16. júní. Hún notaði 9-járn og bleikan bolta við að slá höggið góða sem fór beint í holu. Emilía Sjöfn var að keppa í móti, sem nefnist Koli og Hvítt, þegar hún sló höggið eftirminnilega. „Skorkortið mitt í það heila þann daginn var kannski ekki upp á marga fiska, en þetta var þó óneitanlega skemmtileg byrjun á deginum og mótinu,“ sagði Emilía Sjöfn sem fer nú í Einherjaklúbbinn, en það er klúbbur þeirra sem farið hafa holu í höggi. Golf 1 óskar Emilíu Sjöfn til hamingju með ásinn!!! Heimild: gkb.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:00

GA: Opnað inn á sumarflatir í dag

Það er mikið gleðiefni að tilkynna opnun á Jaðarsvelli á sumarflatir.   Fyrri níu holurnar verða opnaðar í dag kl. 8:00, en þær seinni á laugardaginn í fyrsta formlega móti sumarsins, Pengs Open. Ástand flatanna hefur batnað mjög hratt að undanförnu í því frábæra veðri sem Akureyringar hafa notið og eru flatirnar farnar að lofa mjög góðu. Það er því útlit fyrir gott golfsumar á Akureyri, þrátt fyrir erfiðasta vetur í manna minnum.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 07:00

GÁ: Jónsmessumót á laugardag

Eitt skemmtilegasta mót ársins hjá GÁ, Jónsmessumótið, er n.k. laugardag. Leikinn verður snærisleikur í karla- og kvennaflokki. Ræst af öllum teigum kl 20 og spilað fram á nótt. Boðið verður upp á veitingar í skálanum að leik loknum. Athugið að aldurstakmark í mótið er 20 ár. Skráning fer fram á golf.is og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins og ústkýringu á snærisleik.