Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 07:00

GÁ: Jónsmessumót á laugardag

Eitt skemmtilegasta mót ársins hjá GÁ, Jónsmessumótið, er n.k. laugardag.

Leikinn verður snærisleikur í karla- og kvennaflokki. Ræst af öllum teigum kl 20 og spilað fram á nótt.

Boðið verður upp á veitingar í skálanum að leik loknum. Athugið að aldurstakmark í mótið er 20 ár.

Skráning fer fram á golf.is og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um fyrirkomulag mótsins og ústkýringu á snærisleik.