Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 16:30

Olazabal og McGinley efstir á úrtökumóti fyrir Opna breska

Fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum 2012,  José Maria Olázabal og sá sem gegnir stöðunni á næsta ári,  Paul McGinley eru í efsta sæti af 96 keppnedum sem tíuðu upp á Sunningdale, þ.e. í  úrtökumóti fyrir Opna breska sem fram fer í næsta mánuði á Muirfield.

Það eru 7 ár frá því að Olazabal keppti í Opna breska en þá varð hann í 56. sæti á eftir Tiger Woods, þ.e. árið 2006 í Hoylake.

McGinley, sem fyrir skömmu fékk undanþágu til að spila í PGA Championship, þ.e. 4. risamótinu, sem fram fer í ágúst nú í sumar hefir heldur ekki keppt á Opna breska frá árinu 2009.

Meðal þeirra sem komast ásamt  McGinley og Olazabal á Opna breska eru Paul Casey, David Howell, Thomas Levin og Ross Fisher.  Það eru 12 efstu í mótinu sem hljóta keppnisrétt á Opna breska sem hefst 18. júlí n.k.