Guðríði finnst Jaðarinn einn sérstakasti golfvöllur á Íslandi.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:00

GA: Opnað inn á sumarflatir í dag

Það er mikið gleðiefni að tilkynna opnun á Jaðarsvelli á sumarflatir.   Fyrri níu holurnar verða opnaðar í dag kl. 8:00, en þær seinni á laugardaginn í fyrsta formlega móti sumarsins, Pengs Open.

Ástand flatanna hefur batnað mjög hratt að undanförnu í því frábæra veðri sem Akureyringar hafa notið og eru flatirnar farnar að lofa mjög góðu.

Það er því útlit fyrir gott golfsumar á Akureyri, þrátt fyrir erfiðasta vetur í manna minnum.