Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Rudolfsson – 22. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Rudolfsson. Axel er fæddur 22. júní 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Axel er í Golfklúbbi Reykjavíkur og þar í félagsskap sem ber heitið Elítan.  Sjá má viðtal Golf 1 við Axel með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan   Axel Rudolfsson, GR (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (37 ára);  Dustin Johnson, 22. júní 1984 (29 ára) ….. og ….. Kristinn J. Gíslason (61 árs) Hilmar Hólm Guðjónsson (17 ára) Gauti Grétarsson, NK (53 ára) Simon Sigurbjörnsson (55 ára) Notað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 01:45

LET: Nocera og Vedel leiða eftir 2. dag í Slóvakíu

Fyrrum nr. 1 í Evrópu Gwladys Nocera var á skori upp á 4 undir pair, 68 högg í dag og við það komst hún í efsta sætið, sem hún deilir ásamt Line Vedel frá Danmörku, sem á titil vað verja. Báðar eru á samtals 6 undir pari, 138 höggum. Vedel bætti við 71 í dag eftir að hafa spilað 1. hring á 67. Stúlkurnar eru að spila í 30° hita þar sem varla bærist strá á Gray Bear fjallagolfvellinum. Hin 38 ára sagði um forystu sína í dag: „Ég var bara að spila vel. Ég hitti 17 flatir á tilskyldum höggafjölda og hitti boltann betur en í gær þannig að ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 01:00

PGA: Bubba leiðir á Travelers

Bubba Watson hefir tekið forystuna á Travelers mótinu nú þegar það er hálfnað.  Hann er á samtals 10 undir pari, 130 höggum og átti hring upp á 3 undipr pari, 67 högg, í gær,  föstudag. Bubba er með 2 högga forystu á þá Patrick Reed og Pádraig Harrington, en báðir voru á samtals 8 undir pari, hvor. „Ég elska þennan stað. Ég spila alltaf vel hér,“ sagði Watson um TPC Highlands völlinn í Cromwell, Conneticut, þar sem mótið fer fram. Fjórir kylfingar þ.á.m. Hunter Mahan eru jafnir í 4. sæti á 7 undir pari. Charley Hoffman, sem var efstur eftir fyrsta dag eftir frábæran hring upp á 61 högg, lék á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 00:30

Evróputúrinn: Els enn efstur í München

Ernie Els frá Suður-Afríku leiðir enn þegar BMW International Open er hálfnað á Golf Club Eichenried München golfvellinum, í Þýskalandi. Els hefir leikið á samtals 12 undir pari, 132 höggum (63 69). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Els eru áhugamaðurinn Matthew Baldwin frá Englandi og Frakkinn Alexander Levy. Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Englendingurinn Danny Willett deila síðan 4. sætinu á samtals 10 undi pari, hvor. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru Daninn efnilegi Thorbjörn Olesen, Englendingurinn ungi Tom Lewis,  heimamaðurinn Alex Cejka og Spánverjarnir Pablo Larrazabal og Ryder Cup fyrir Evrópu 2012 José Maria Olázabal.  Til þess að sjá stöðuna eftir þegar BMW International er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 17:00

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit 1. dags

Íslandsmótið í holukeppni fer nú fram á Hamarsvelli í Borgarnesi í yndislegu veðri. Það kom kylfingum skemmtilega á óvart þegar þeir gengu inn á 16. flöt að þar beið þeirra starfsmaður mótsins til að aðstoða þá við flaggstöngina, enda skartaði hún þjóðfána Íslands. Í karlaflokki eru 8 riðlar og efstu menn eftir 1. umferð eru eftirfarandi: Guðjón Henning Hilmarsson, GKG; Ragnar Már Garðarsson, GKG; Andri Þór Björnsson, GR; Rúnar Arnórsson, GK; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Arnar Snær Hákonarson, GR og Sigmundur Einar Másson, GKG. Til þess að sjá stöðuna eftir keppni 1. dag í karlaflokki SMELLIÐ HÉR:  Í kvennaflokki eru 6 riðlar og efstu konur eftir 1. umferð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR.  Ragnhildur er fædd 21. júní 1970.  Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi úr GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands.  Hún er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu,  Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá viðtal sem tekið var við Ragnhildi fyrir nokkru SMELLIÐ HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Matt Kuchar 21. júní 1978 (35 ára); William McGirt 21. júní 1979 (34 ára);  Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (27 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 06:30

Vonn talar um samband sitt við Tiger

Opna bandaríska 2013 var enn eitt risamót vonbrigða fyrir Tiger. Eyðimerkurganga hans hvað snertir sigra í risamótum heldur áfram, en ofan á allt saman lauk hann keppni á einu versta skori á ferli sínum, þ.e. var á samtals 13 yfir pari eftir 4 daga keppni. Á sunnudeginum var hann 12 höggum á eftir sigurvegaranum Justin Rose. Það má vel vera að Tiger eigi enn í vandræðum með leik sinn (vegna meiðsla en hann er nú frá keppni í mánuð vegna álagsverkja í olnboga) en utan vallar hefir lífið tekið breytingum til hins betra, eftir skilnaðinn frá Elínu Nordegren. Sðgusagnir voru komnar á kreik þegar í ársbyrjun 2013 að Tiger væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 06:13

Eimskipsmótaröðin (3): Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag í Borgarnesi!

Í dag hefst 3. mótið á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsmótið í holukeppni á Hamarsvelli í Bogarnesi. Þátttakendur eru 66 þar af 26 konur. Flestir þátttakendur koma úr GR eða 19 talsins, næstflestir eða 18 úr GKG og úr GK koma 13, en samtals eru keppendur úr þessum 3 klúbbum 50 talsins. Aðeins einn „heimamaður“ tekur þátt í mótinu Bjarki Pétursson úr GB. Þau sem eiga titil að verja eru Signý Arnórsdóttir, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, sem gekk svo vel á British Open Amateur, frábær árangur hjá honum að lenda í topp-16 af 288 þátttakendum í því móti. Signý og Haraldur Franklín taka bæði þátt og munu reyna að verja titil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 05:25

LET: Campell og Vedel efstar í Slóvakíu

Það eru sú sem á titil að verja Line Vedel frá Danmörku og hin ástralska Nikki Campbell sem eru efstar eftir 1. dag Allianz Slovak Ladies Open, sem hófst í gær á golfstaðnum Tale, Brenzo í Tále, Slovakíu. Báðar eru búnar að spila á 5 undir pari, 67 höggum. Í 3. sæti eru Trish Johnson og Florentyna Parker 2 höggum á eftir á 5 undir pari, 69 höggum. Á 70 höggum, er hópur 8 kylfingar þ.á.m. enska golfdrottningin Laura Davies og hin ítalska Sophie Sandolo. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Tále SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 05:00

PGA: Hoffman leiðir á Travelers

Það er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman sem leiðir eftir 1. dag Travelers mótsins sem hófst á TPC River Highlands golfstaðnum í Cromwell, Conneticut. Hofmann lék á 9 undir pari, 61 höggi. Í 2. sæti er Hunter Mahan aðeins 1 höggi á eftir. Í 3. sæti er Bubba Watson á 63 höggum og 6 deila 4. sætinu á 65 höggum þ.á.m. Webb Simpson og Camilo Villegas. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Travelers mótsins SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Travelers mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 1. dags sem Bubba Watson átti  SMELLIÐ HÉR: