Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:30

Scott tekur þátt í Aus Open

Masters rismóts sigurvegari ársins, Adam Scott hefir staðfest að síðasta mót sem hann leikur í á árinu verði Emirates Australian Open (oft stytt í Aus Open), en mótið fer fram 28. nóvember – 1. desember í Royal Sydney Golf Club.

Scott, sem skrifaði sig í sögubækurnar með því að verða fyrsti Ástralinn til að klæðast græna jakkanum á Masters, vann Australian Open 2009.  Spurning hvort honum takist að endurtaka leikinn nú 4 árum síðar?

Í viðtali við Scott kom m.a. fram að hann hlakkaði til frábærrar viku í Sydney.

„Að sigra á National Open er titill sem hvern ástralskan kylfing langar til að vinna. Við erum með frábæra styrktaraðila í Emirates, frábæra velli á Royal Sydney og ég er viss um að áhangendur í Sydney munu fjölmenna á viðburðinn. Ég hlakka til að keppa og fagna með þeim þessa vikuna,“ sagði Scott.