Ernie Els
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Els á 63 í München

Ernie Els er aldeilis að gera það gott á BMW International Open sem hófst í Golf Club Eichenried í München, í Þýskalandi í dag.

Hann lék 1. hring á 63 höggum, fékk 1 örn og 7 fugla og 10 pör.

Þrír kylfingar léku á 64: Martin Kaymer, Alex Noren og Matthew Baldwin.

Ljóst er að skor eru lág.  Nokkrir eiga eftir að ljúka leik og að staða efstu manna getur enn breyst.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW mótinu SMELLIÐ HÉR: