Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2013 | 08:15

GKB: Emilía fór holu í höggi

Emilía Sjöfn Kristinsdóttir úr GR náði draumahöggi allra kylfinga á 3. braut Kiðjabergsvallar sunnudaginn 16. júní.

Hún notaði 9-járn og bleikan bolta við að slá höggið góða sem fór beint í holu.

Emilía Sjöfn var að keppa í móti, sem nefnist Koli og Hvítt, þegar hún sló höggið eftirminnilega.

„Skorkortið mitt í það heila þann daginn var kannski ekki upp á marga fiska, en þetta var þó óneitanlega skemmtileg byrjun á deginum og mótinu,“ sagði Emilía Sjöfn sem fer nú í Einherjaklúbbinn, en það er klúbbur þeirra sem farið hafa holu í höggi.

Golf 1 óskar Emilíu Sjöfn til hamingju með ásinn!!!

Heimild: gkb.is