Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2013
Afmæliskylfingur dagsins er skoski atvinnukylfingurinn Colin Stuart Montgomerie. Monty eins og hann er oft kallaður er fæddur 23. júní 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!! Hann á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð. Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga á þessu ári. Á móti Lesa meira
6000. greinin á Golf1!
Í gær þegar Jónsmessumótin stóðu sem hæst var skrifuð 6000. golfgreinin hér á Golf 1 – en það var afmælisgreinin um Elítumanninn í GR, Axel Rudolfsson, en hann fagnaði 50 ára afmæli sínu í gær! Innilega til hamingju aftur, Axel – Golf 1 vonar að dagurinn hafi verið þér góður!!! Alls hafa 5.879 golfgreinar verið skrifaðar á íslensku, 105 á ensku og 16 á þýsku, en hafið var að skrifa vikulegar golfgreinar á þýsku nú í sumar á Golf 1. Golf 1 er eini golffréttavefurinn í heiminum, sem skrifar golfgreinar á ensku, þýsku og íslensku. Golf 1 hóf starfsemi 25. september 2011 og var 6000 greina markinu náð fyrir 21 mánaða Lesa meira
LPGA: 4 í forystu í Arkansas
Það eru 4 sem leiða fyrir lokahringinn á Walmart NW Arkansas Championship, sem hófst á föstudag í Pinnacle Country Club í Rogers, Arkansas. Þetta eru þær Beatriz Recari, Chie Arimura, Se Yeon Ryu og Stacy Lewis. Þær eru allar búnar að spila hringina tvo á 10 undir pari, 132 höggum. Enn annar hópur 4 kylfinga deilir 5. sætinu, 2 höggum á eftir forystukonunum en í þeim hóp eru m.a. IK Kim og Inbee Park. Níunda sætinu deila síðan forystukona 1. dags Mika Miyazato frá Japan og hinn ungi áhugamaður frá Nýja-Sjálandi Lydia Ko, báðar á samtals 7 undir pari, hvor. Miyazato missti svolítið flugið í gær með hring upp á 70 og náði Lesa meira
Einarma kylfingur fær ás!
Ben Crocker er 63 ára, býr í St. Louis, Bandaríkjunum. Hann er einarma eftir vinnuslys fyrir 40 árum, en hann vann áður hjá járnbrautunum (US Rail). Hann er búinn að spila golf í 50 ár og ætlaði ekki að láta handleggsleysið stoppa sig frá því að spila golf. Hann var rétthentur og ólán hans var að hann missti einmitt hægri handlegg sinn, þannig að hann varð að læra að slá með vinstri og slær í kross (ens. cross-handed). Á óskalista Crocker hefir alltaf verið að fara holu í höggi og ósk hans rættist nú um daginn. Crocker náði draumahöggi sínu á 9. holu 131 yarda (120 metra) par-3 9. holu Lesa meira
PGA: 3 á toppnum á Travelers
Það eru 3 sem deila forystunni á Travelers fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun: Bubba Watson, Graham DeLaet og Charley Hoffman. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; de Laet (65 70 65); Hoffman (61 73 66) og Watson (63 67 70). Fjórða sætinu deila Chris Stroud og Nick O´Hearn á 9 undir pari, hvor og einn í 6. sæti er Ken Duke á 8 undir pari samtals. Í 7. sæti eru 7 kylfingar m.a. nr. 3 á heimslistanum, Justin Rose nýkrýndur risamótsmeistari Opna bandaríska á samtals 7 undir pari. Munurinn milli efstu manna á Travelers er naumur – aðeins munar 3 höggum á Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Hér kemur einn gamall og góður: Stevie Wonder og Jack Nicklaus ræðast við á bar. Nicklaus snýr sér að Wonder og segir, „Hvernig gengur í skemmtanabransanum?“ Stevie Wonder svarar, „Bara ágætlega, síðasti diskurinn minn fór á topp-10, þannig að allt í allt finnst mér þetta bara ganga fínt. En hvað með þig í golfinu?“ Nicklaus svarar: „Ekki illa, ég vinn ekki eins mikið og ég var vanur en ég er enn að græða mikla peninga. Ég á í nokkrum vandræðum með sveifluna en ég held að þetta sé allt að lagast.“ „Mér finnst alltaf að þegar eitthvað fer úrskeiðis í sveiflunni minni þá verði ég að hætta að spila í Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): 4 manna úrslit
Leikjum í 8 manna úrslitum í kvenna- og karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hamarsvelli er lokið og því ljóst hverjir hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum sem fram fara á morgun. Úrslitin í kvennaflokki voru eftirfarandi: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði Karen Guðnadóttur Golfklúbbi Suðurnesja 5/3 í 8 manna úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Tinna Jóhannsdóttir Golfklúbbnum Keili sigraði einnig í sínum leik, en hún lagði Sunnu Víðisdóttur Golfklúbbi Reykjavíkur 3/2. Sigurinn tryggði Ólafíu Þórunni og Tinnu sæti í undanúrslitum í kvennaflokki en áður höfðu þær Signý Arnórsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir báðar úr Golfklúbbnum Keili tryggt sæti Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): 8 manna úrslit
Riðlakeppnum á Íslandsmótinu í holukeppni í Borgarnesi er nú lokið og ljóst hverjir mætast í 8 manna úrslitum. Í karlaflokki eru það eftirfarandi viðureignir sem fram munu fara í 8 manna úrslitum: Guðjón Henning Hilmarsson, GKG g. Agli Ragnari Gunnarssyni, GKG Rúnar Arnórsson, GK g. Axel Bóassyni, GK Birgir Guðjónsson, GR g. Andra Má Óskarssyni, GHR Kjartan Dór Kjartansson, GKG g. Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR. Í kvennaflokki eru það eftirfarandi viðureignir sem fram munu fara í 8 manna úrslitum: Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Signý Arnórsdóttir, GK sitja hjá. Eftirfarandi leikir fara fram: Karen Guðnadóttir, GS g. Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Tinna Jóhannsdóttir, GK g. Sunnu Víðisdóttur, GR. Lesa meira
Jónsmessunótt – um 1100 skráðir í mót!
Jónsmessuhátið ber ár hvert upp á 24. júní þ.e. þegar 1/2 ár er liðið frá aðfangadag (stysta degi ársins). Hún er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. En jafnvel í heiðni var dagurinn haldinn hátíðlegur, en hann er sá bjartasti þar sem sólargangur er lengstur. Stjarnfræðilega er þetta ekki nákvæmt og munar 3 dögum, þ.e. lengsti dagur ársins var í gær og þá þegar haldið upp á það með ýmsum golfmótum s.s. Miðnæturmóti Hótel Arkar hjá GHG, í Hveragerði. Í dag er enn haldið upp á Jónsmessu með fjölmörgum golfmótum og alls eru 31 mót fyrir kylfinga að velja úr, eða nánast helmingur allra klúbba með mót! T.a.m. fer í nótt fram hið Lesa meira
LPGA: Mika efst í Arkansas
Það er japanska stúlkan Mika Miyazato, sem leiðir á Walmart NW Arkansas Championship, sem fram fer í Pinnacles Country Club í Rogers, Arkansas og hófst í gær en mótið er 54 holu mót. Mika skipti um pútter eftir að hún missti af niðurskurði á móti í Texas s.l. apríl og vonaðist þar með eftir að binda endi fljótt á það sem hafði fram að því verið keppnistímabil vonbrigða hjá henni. Í gær fékk Mika 6 fugla á 10 af mið holunum og lauk 2. hing á 6 undir pari 65 höggum og var sjóðandi heit með pútternum, en allt virtist detta hjá henni! Fjórar deila 2. sætinu á 5 undir Lesa meira









