Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 09:00

Einarma kylfingur fær ás!

Ben Crocker er 63 ára, býr í St. Louis, Bandaríkjunum. Hann er einarma eftir vinnuslys fyrir 40 árum, en hann vann áður hjá járnbrautunum (US Rail).

Hann er búinn að spila golf í 50 ár og ætlaði ekki að láta handleggsleysið stoppa sig frá því að spila golf.  Hann var rétthentur og ólán hans var að hann missti einmitt hægri handlegg sinn, þannig að hann varð að læra að slá með vinstri og slær í kross (ens. cross-handed).

Á óskalista Crocker hefir alltaf verið að fara holu í höggi og ósk hans rættist nú um daginn.

Crocker náði draumahöggi sínu á 9. holu 131 yarda (120 metra) par-3 9. holu Glen Echo Country Club í St. Louis, þar sem hann spilar golf reglulega.

„Þegar það gerist (þ.e. að maður fer holu í höggi) er maður næstum í dái.  Maður meðtekur að það hafi gerst, en maður trúir því ekki almennilega,“ sagði Crocker m.a. eftir ásinn.

Sjá má myndskeið af frásögn Crocker af því þegar hann fór holu í höggi með því að SMELLA HÉR: