Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 10:15

6000. greinin á Golf1!

Í gær þegar Jónsmessumótin stóðu sem hæst var skrifuð 6000. golfgreinin hér á Golf 1 – en það var afmælisgreinin um Elítumanninn í GR,  Axel Rudolfsson,  en hann fagnaði 50 ára afmæli sínu í gær! Innilega til hamingju aftur, Axel – Golf 1 vonar að dagurinn hafi verið þér góður!!!

Alls hafa 5.879 golfgreinar verið skrifaðar á íslensku, 105 á ensku og 16 á þýsku, en hafið var að skrifa vikulegar golfgreinar á þýsku nú í sumar á Golf 1.

Golf 1 er  eini golffréttavefurinn í heiminum, sem skrifar golfgreinar á ensku, þýsku og íslensku.

Golf 1 hóf starfsemi 25. september 2011 og var  6000 greina markinu náð fyrir 21 mánaða afmælið!