Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 14:30

Jónsmessunótt – um 1100 skráðir í mót!

Jónsmessuhátið ber ár hvert upp á 24. júní þ.e. þegar 1/2 ár er liðið frá aðfangadag (stysta degi ársins). Hún er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. En jafnvel í heiðni var dagurinn haldinn hátíðlegur, en hann er sá bjartasti þar sem sólargangur er lengstur.  Stjarnfræðilega er þetta ekki nákvæmt og munar 3 dögum, þ.e. lengsti dagur ársins var í gær og þá þegar haldið upp á það með ýmsum golfmótum s.s. Miðnæturmóti Hótel Arkar  hjá GHG, í Hveragerði.

Í dag er enn haldið upp á Jónsmessu með  fjölmörgum golfmótum og alls eru 31 mót fyrir kylfinga að velja úr, eða nánast helmingur allra klúbba með mót!

T.a.m. fer í nótt fram hið geysivinsæla Midnight Sun Open að Flúðum hjá GF og eru 61 skráðir í mótið. Tvö innanfélagsmót eru hjá GOS, Barón holukeppni og síðan Jónsmessunótt og eru samtals 21 skráðir í þau mót.

Á Akureyri fer fram fyrsta opna mót sumersins hjá GA, Pengs Open og eru 59 skráðir í það mót.  Hjá GS eru 12 skráðir í Jónsmessumót. GÖ er með Jónsmessumót bæði fyrir börn yngri en 15 ára (5 skráð í það) og annað innanfélagsmót fyrir félagsmenn og gesti þeirra (92 skráðir í það).

11 ætla að spila í Jónsmessumóti GHG og Jónsmessan  er á sínum stað hjá NK, en ekkert gefið upp um þátttakendafjölda.

Á Ekkjufellsvelli fyrir austan fer fram Securitas-Egersund punktamótið hjá GFH og ætla 38 að taka þátt.

Bæði á Eskifirði og Neskaupsstað eru Jónsmessumót; hjá GBE Jónsmessumót (ekkert gefið upp um þátttakendur) og hjá GN Jónsmessumót GN – Kvöldfjör (og þar er 1 skráður en eflaust mun fleiri sem mæta og taka þátt!!!). Hjá GSF á Seyðisfirði er Jónsmessugleði (2 skráðir og sem fyrr eflaust munu fleiri kylfingar meðal bæjarbúa fjölmenna í mótið).

Golfklúbbur Álftaness er með Jónsmessumót (23 skráðir) og Jónsmessumót Dalbúa hjá GD er á sínum stað (með 21 þátttakanda).

Á Skagaströnd heldur Norðvesturþrennan áfram hjá GSK og eru 36 skráðir í það mót.

Golfklúbburinn Keilir heldur Jónsmessu 2013 og er ekkert gefið upp um þátttakendur.

Á Skaganum fer fram Opna Miðnæturmót Norðuráls og Texas Scramble mót Norðuráls og eru samtals 70 + 31 lið þ.e. 62 kylfingar samtals 132 skráðir í þau mót.

Hjá Mostra í Stykkishólmi fer fram Jónsmessumót Atlantsolíu (14 lið eða 28 kylfingar) og hjá Golfklúbbnum Kili (GKJ) í Mosfellsbæ fer fram hið árlega Ballantines Open (51 lið eða 102 kylfingar að keppa þar).

Í Vík í Mýrdal hjá GKV fer fram Jónsmessumót (1 skráður en eflaust fleiri sem mæta).

Hjá Oddi fer fram hið árlega Skjár Golf Open og eru 114 lið skráð til leiks (228 kylfingar).

Á Patreksfirði hjá GP fer fram fyrsta mótið í Sjávarútvegsmótaröðinni á Vestfjörðum (styrkt af Odda hf) og eru 55 skráðir í mótið.

Í Ásatúninu fer fram Jónsmessumót og eru 10 lið (20 kylfingar) sem keppa.

Í Setberginu í Hafnarfirði hjá GSE fer fram Jónsmessumót og eru 86 skráðir.

Háforgjafarmót fór fram hjá GKG og tóku 38 þátt og er það fyrsta mótið sem úrslit liggja fyrir í dag.

Hjá Golfklúbbnum Lundi fer fram Rafeyri Vanur/Óvanur mót (ekkert gefið upp um þátttakendur).

Loks fer fram Jónsmessumót í Grindavík en þar er ekkert gefið upp um þátttakendur.

Alls eru því um 1078 skráðir í mót eða tæplega 1100, en líklegast mun fleiri sem koma til með að sveifla kylfum í dag og nótt!