Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 09:45

LPGA: 4 í forystu í Arkansas

Það eru 4 sem leiða fyrir lokahringinn á Walmart NW Arkansas Championship, sem hófst á föstudag í Pinnacle Country Club í Rogers, Arkansas.

Þetta eru þær Beatriz RecariChie ArimuraSe Yeon Ryu og Stacy Lewis.   Þær eru allar búnar að spila hringina tvo á 10 undir pari, 132 höggum.

Enn annar hópur 4 kylfinga deilir 5. sætinu, 2 höggum á eftir forystukonunum en í þeim hóp eru m.a. IK Kim og Inbee Park. Níunda sætinu deila síðan forystukona 1. dags Mika Miyazato frá Japan og hinn ungi áhugamaður frá Nýja-Sjálandi Lydia Ko, báðar á samtals 7 undir pari, hvor.  Miyazato missti svolítið flugið í gær með hring upp á 70 og náði ekki að fylgja frábæru skori sínu upp á 65 eftir.

Lokahringurinn verður spilaður í kvöld en mótið er 54 holu.

Til að sjá stöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR: