Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 01:00

LPGA: Inbee vann í Arkansas

Það var Inbee Park nr. 1 á Rolex-heimslistanum sem sigraði á Walmart NW Arkansas Championship og var þetta 8. sigur hennar á LPGA á ferlinum. Hún heldur væntanlega 1. sætinu á heimslistanum og verður hún þá búin að vera í 1. sæti í 11 vikur samfleytt. Hún var á samtals 12 undir pari, 201 höggi líkt og landa hennar Se Yeon Ryo og kom því til bráðabana milli þeirra, þar sem Inbee hafði betur, strax á 1. holu umspils, þ.e. par-5 18. holuna á golfvelli Pinnacle Country Club. Í 3. sæti varð hin japanska Mika Miyazato  á samtals 11 undir pari og 4. sætinu deildu Lydia Ko, Stacy Lewis og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2013 | 00:30

PGA: Duke sigraði á Travelers

Það var hinn 44 ára Ken Duke sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers mótinu á TPC River Highlands, í Cromwell Conneticut, í gær, en þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour. Duke var á samtals 12 undir pari, líkt og annar fremur óþekktur kylfingur Chris Stroud og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Það varð að spila átjándu par-4 holuna tvívegis þar til Duke fékk fugl og Stroud tapaði á pari. Í 3. sæti var Kanadamaðurinn Graham DeLaet á samtals 11 undir pari og Bubba Watson fataðist flugið á lokametrunum. Hann lauk keppni í 4. sæti á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 20:00

Travelers í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Travelers mótið sem fram fer á TPC Highlands golfvellinum, í Cromwell, Conneticut. Bubba Watson er búinn að leiða mestallt mótið og nú er að sjá hvort hann heldur út lokasprettinn. Bein útsending frá Travelers mótinu hófst kl. 14:00. Til þess að sjá Travelers mótið í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með stöðunni á skortöflunni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 19:54

Evrópumótaröðin: Els sigraði í Þýskalandi

Ernie Els stóð uppi sem sigurvegari á BMW International Open, sem fram hefir farið í Golfclub München, Eichenried í Þýskalandi. Els lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (63 69 69 69) og átti 1 högg á Danann Thomas Björn, sem var í 2. sæti. Eftir sigurinn sagði Els m.a.: „Þetta hefir verið dásamlegt. Ég hef átt frábæra viku í Þýskalandi. Við verðum að þakka BMW, augljóslega, fyrir stuðning þeirra í 25 ár. Ég hef í lengi verið að reyna að vinna þetta mót!“ Í 3. sæti varð Frakkinn Alexander Levy á samtals 16 undir pari og 3 deildu 4. sætinu: „heimamaðurinn“ Martin Kaymer, Alex Noren og  Bernd Wiesberger. Allir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (3): Ólafía Þórunn og Guðmundur Ágúst eru Íslandsmeistarar í holukeppni!

Nú er nýlokið 3. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Íslandsmótinu í holukeppni, sem fram fór á Hamarsvelli í Borgarnesi. Íslandsmeistari í kvennaflokki er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Ólafía Þórunn vann sína viðureign gegn Tinnu Jóhannsdóttur, GK, 2&1. Íslandsmeistari í karlaflokki er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Hann hafði betur gegn Rúnari Arnórssyni, GK, 3&2. Í þríðja sæti í karlaflokki varð Guðjón Henning Hilmarsson, GKG eftir sigur á Birgi Guðjónssyni, GR. Í þriðja sæti í kvennaflokki varð Signý Arnórsdóttir, GK eftir að hafa lagt klúbbfélaga sinni úr Keili, Önnu Sólveigu Snorradóttur GK, að velli. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Guðmundar Ágústs í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni en Ólafía Þórunn er að endurtaka leikinn frá 2011 og virðast oddatöluárin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 14:00

GMS: Feðgar sigruðu á Jónsmessumóti!

Í gær fór fram Jónsmessumót hjá Golfklúbbnum Mostra, á Víkurvelli í Stykkishólmi.  Þátttakendur voru  32, sem skiptust í 16 lið. Það var liðið Feðgar skipað þeim Boga Þór Siguroddssyni, GR og Stefáni Þór Bogasyni, GR, sem bar sigur úr býtum, en skor þeirra með forgjöf var 34. Úrslitin voru eftirfarandi: 1 LiðFeðgar Bogi Þór Siguroddsson GR Stefán Þór Bogason GR Skor  með forgjöf 34 2     007 Hafþór Helgi Einarsson GR Guðrún Heiðarsdóttir GR 36 3     Glitský Einar Marteinn Bergþórsson GMS Helga Björg Marteinsdóttir GMS 36 4     Feðgar 2 Egill Egilsson eldri GMS Egill Egilss yngri – 38 5     Hildur Dagný Þórisdóttir GMS Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 13:30

GFH: Einar Bjarni og Viktor Páll sigruðu á Securitas-Egersund mótinu á Egilsstöðum

Í gær fór fram á Ekkjufellsvelli hjá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs hjá Egilsstöðum Opna Securitas-Egersund mótið. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf.  Veitt voru 3 verðlaun fyrir efstu 3 sætin í höggleiknum og efstu 5 sætin í punktakeppninni og gat sami keppandi ekki tekið verðlaun í báðum flokkum. Þátttakendur voru  38, þar af engir kvenkylfingar 🙁 Einar Bjarni Helgason, GFH vann bæði í höggleiknum og punktakeppninni  og hefir Einar Bjarni væntanlega ekki tekið verðlaun í punktakeppninni.  Í 2. sæti í punktakeppninni varð Viktor Páll Magnússon, GKF og hefir hann væntanlega tekið 1. verðlaun í punktakeppninni. Hér má sjá úrslit – þ.e. efstu 12  í höggleik án forgjafar:  1 Einar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 13:00

GA: Jason og Helgi unnu á Pengs Open

Fyrsta opna golfmót GA nú í sumar fór fram á Jaðarsvelli í gær, 22. júní 2013.   Þátttakendur voru 57, þar af 3 konur. Leikfyrirkomulag var höggleikur með og án forgjafar. Í höggleiknum án forgjafar sigraði Jason James Wright, GA, var á 72 höggum en í höggleik með forgjöf sigraði Helgi Gunnlaugsson, GA,  á 63 höggum nettó. Hér má  sjá úrslit þ.e. efstu 13 menn í höggleik án forgjafar: 1 Jason James Wright GA 4 F 34 38 72 1 72 72 1 2 Ólafur Auðunn Gylfason GÓ 1 F 38 36 74 3 74 74 3 3 Viðar Þorsteinsson GA 4 F 39 36 75 4 75 75 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 12:45

Garrick Porteous sigraði á Opna breska áhugamannamótinu

Það var Englendingurinn Garrick Porteous, sem sigraði á Opna breska áhugamannamótinu, mótinu sem Haraldur Franklin Magnús, GR stóð sig svo vel í og komst í 16 manna úrslit og Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tóku líka þátt í. Porteous kom m.a. hingað til lands á s.l. ári og spilaði með enska landsliðinu á Hvaleyrarvelli í European Challenge Trophy eða m.ö.o. undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða.  Hann þykir eiga framtíðina fyrir sig. Eftir sigurinn sagði Porteous m.a.: „Þetta er ansi súrrealistísk tilfinning núna. Ég veit að það eru mörg fræg nöfn á bikarnum. Með því að vera við hliðina á þeim fyllist maður auðmýkt. Ég var ansi sjálfsöruggur í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2013 | 12:00

Eimskipsmótaröðin (3): Ólafía Þórunn mætir Tinnu í úrslitum og Guðmundur Ágúst – Rúnari

Leikjum í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Hamarsvelli Borgarnesi er lokið. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR og Rúnar Arnórsson GK  leika um fyrsta sætið í karlaflokki en í kvennaflokki leika þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR og Tinna Jóhannsdóttir. Guðjón Henning Hilmarsson GKG mætir Birgi Guðjónssyni GR í leik um þriðja sætið í karlaflokki og í kvennaflokki mætast þær Anna Sólveig Snorradóttir GK og  Signý Arnórsdóttir, GK. Úrslitaleikirnir hefjast kl 12:30, hægt verður að fylgjast með á „twiter“ á golf.is . Ræst er út með átta mínútna millibili og er áætlað að Íslandsmeistarar verði krýndir milli kl 16 og 17 í dag. Undanúrslit. Rúnar Arnórsson GK sigraði Guðjón Henning Lesa meira