
Golfgrín á laugardegi
Hér kemur einn gamall og góður:
Stevie Wonder og Jack Nicklaus ræðast við á bar. Nicklaus snýr sér að Wonder og segir, „Hvernig gengur í skemmtanabransanum?“
Stevie Wonder svarar, „Bara ágætlega, síðasti diskurinn minn fór á topp-10, þannig að allt í allt finnst mér þetta bara ganga fínt. En hvað með þig í golfinu?“
Nicklaus svarar: „Ekki illa, ég vinn ekki eins mikið og ég var vanur en ég er enn að græða mikla peninga. Ég á í nokkrum vandræðum með sveifluna en ég held að þetta sé allt að lagast.“
„Mér finnst alltaf að þegar eitthvað fer úrskeiðis í sveiflunni minni þá verði ég að hætta að spila í smá tíma og hugsa ráð mitt og svo þegar ég spila næst gengur bara betur,“ sagði Stevie Wonder.
„Spilar þú golf???“ spyr Jack.
Stevie svarar: „Já ég hef spilað árum saman.“
„En ég hélt að þú værir blindur; hvernig getur þú spilað golf ef þú ert blindur? spyr Jack.
„Ég fæ kaddýinn minn til að standa á miðri brautinni og hann kallar síðan til mín. Ég hlusta eftir hvaðan hljóðið kemur og spila bolta mínum í átt að honum, svo þegar ég loks kemst þangað sem boltinn lendir, þá færir kaddýinn minn sig nær flötinni og aftur spila ég eftir eyranu,“ útskýrði Stevie Wonder.
„En hvernig ferðu að því að pútta?“ spyr Nicklaus undrandi.
„Nú,“ svarar Stevie, „ég fæ kaddýinn minn til þess að krjúpa niður við holuna og kalla til mín með höfuðið á jörðinni og ég spila bolta mínum í átt að hljóðinu,“
Nicklaus spyr: „Hvað ertu með í forgjöf?“
„Nú, ég er scratch-ari,“ fullvissar Stevie, Jack um. Jack Nicklaus bara er orðlaus af undrun í smá tíma og þegar hann loks nær sér segir hann: „Við verðum að taka hring einhvern daginn.“
Wonder svarar: „Fólk tekur mig ekki alvarlega, þannig að ég spila aðeins upp á pening og aldrei fyrir minna en $100.000 per holu.“
Nicklaus hugsar sig um og segir: „Allt í lagi, ég er til í það. Þú mátt ráða hvenær við spilum.“
„Mér er sama“ er svarið hjá Stevie. „Hvenær sem er um miðnætti í næstu viku hentar mér!!!“
(Innskot: Eins gott að Nicklaus fékk ekki að ráða staðnum – hann hefði eflaust valið Ísland á Jónsmessunótt!!!“ 🙂
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022