Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 23:25

PGA: 3 á toppnum á Travelers

Það eru 3 sem deila forystunni á Travelers fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun: Bubba Watson, Graham DeLaet og Charley Hoffman.

Allir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum; de Laet (65 70 65); Hoffman (61 73 66) og Watson (63 67 70).

Fjórða sætinu deila Chris Stroud og Nick O´Hearn á 9 undir pari, hvor og einn í 6. sæti er Ken Duke á 8 undir pari samtals.

Í 7. sæti eru 7 kylfingar m.a. nr. 3 á heimslistanum, Justin Rose nýkrýndur risamótsmeistari Opna bandaríska á samtals 7 undir pari.

Munurinn milli efstu manna á Travelers er naumur – aðeins munar 3 höggum á þeim sem eru í 1. sæti og þeim sem eru í  7.-13. sæti. Það stefnir því í geysispennandi golfsunnudag á morgun!

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag Travelers mótsins SMELLIÐ HÉR: