Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 14:00

Evróputúrinn: Manassero með ás á 3. hring Opna skoska

Ítalski kylfingurinn Matteo Manassero fékk ás á 3. hring Opna skoska í dag. Ásinn hjá honum kom á frægu par-3 8. holu Castle Stewart linksarans. Af hvítum teigum er 8. brautin 216 yarda (197, 5 metra) löng. Við höggið notað Manassero blendingskylfu. Manassero átti frábæra fyrri 9 þ.e. fékk auk ofangreinds áss, 2 fugla og var á 32 höggum eftir fyrri 9 – Á seinni 9 gekk hins vegar ekki eins vel – þó hann hafi fengið einn fugl enn á 11. tók hann hann aftur með skolla á 12. braut og síðan kom slæmur skrambi á 15. braut, þannig að hann lauk seinni 9 á 38 og samtals á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 11:09

GK: Birgir Björn og Þórdís efst á 3. degi Meistarmóts Keilis

Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir eru efst í Meistaraflokki karla og kvenna á Meistaramóti Keilis og hafa þau verið í forystu alla 3 daga mótsins og líklegt að þau standi uppi sem klúbbmeistarar Keilis í kvöld!!! Birgir Björn átti enn einn glæsihringinn í gær; lék örugglega á pari vallarins og er því samtals búinn að spila á parinu, 213 höggum (72 70 71). Jafnt og flott golf það!!! Nokkrar breytingar hafa orðið á efstu mönnum í karlaflokki; í 2. sæti er Benedikt Sveinsson 7 höggum á eftir Birgi Birni þ..e á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (75 75 70).  Í 3. sæti er síðan Gísli Sigurbergssoná samtals 14 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:45

Spælegg

Nú er hápunktur golfvertíðarinnar, miðsumar og flestir kylfingar búnir að spila nokkra hringi á árinu í meistaramótum, opnum mótum eða bara sér til skemmtunar. Hér er ætlunin að koma með ráð hvað gera skuli þegar golfboltinn festist (ens. „plug“-ast) í sandglompu.  Þetta ráð er gott þegar ætlunin er að spila golfvelli þar sem mikið er um sandglompur. Það er ekkert verra en að koma að sandglompu og finna boltann festan í einni hlið hans eða á botni djúps glompupytts. Þegar boltinn er svona festur í bönkernum, þannig að hann kíkkar ekki upp nema hálfur líkist hann mjög spæleggi og því er oft talað um slíka bolta sem „spælegg.“ Ráðið ætti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:15

Evróputúrinn: Chris Doak efstur eftir 2. dag

Það er heimamaðurinn Chris Doak sem leiðir þegar Opna skoska er hálfnað. Doak er samtals búinn að spila á 12 undir pari 132 höggum (66 66 ). Í 2. sæti eru 4 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir Doak: Titleist erfinginn Peter Uihlein, Daninn JB Hansen og Englendingarnir Ross Fisher og Matthew Southgate. Annar hópur 6 kylfinga deila síðan 6. sætinu á samtals 10 undir pari þ.á.m. Simon Khan. Það eru því aðeins 2 högg sem skilja að 10 efstu kylfingana og sigurvegari mótsins eflaust í þeirra hópi. Loks mætti geta að Phil Mickelson er einn af 11, sem deila 13. sæti á samtals 8 undir pari. Meðal þeirra sem ekki komust Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:00

LPGA: Catriona leiðir í Kanada eftir 2. dag

Það er hin skoska Catriona Matthew sem leiðir á Manulife Financial LPGA Classic, í Ontario, Kanada, þegar mótið er hálfnað. Catriona er búin að spila á samtals 15 undir pari, 127 höggum (63 64). Í 2. sæti 3 höggum á eftir Catrionu er Angela Stanford frá Bandaríkjunum á 12  undir pari, 130 höggum (67 63). Í þriðja sæti eru 5 kylfingar allir á samtals 11 undir pari þ.e. Anna Nordqvist, Ryann O´Toole, Chella Choi, Belen Mozo og Meena Lee. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð (sem miðaður var við samtals 3 undir pari) í gær voru Lexi Thompson, Shanshan Feng og Laura Davies, en þær voru allar 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 23:00

PGA: 3 í forystu þegar John Deere Classic er hálfnað

Það eru 3 sem deila forystunni á John Deere Classic mótinu nú þegar það er hálfnað. Það eru þeir Patrick Reed, Zach Johnson, sem á titil að verja og Lucas Glover, sem langt er síðan að sést hefir til hans í efstu sætum móta! Allir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 130 höggum; Reed (67 63); Johnson (64 66) og Glover (68 62), sem átti hreint magnaðan hring í dag. Búist er við að niðurskurður verði í kringum 4 undir pari.  Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, þ.á.m. forystumaður 1. dags Camilo Villegas, sem ekki hefur náð að fylgja eftir frábærum hring í gær upp á 64 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 16:45

EM: Andri Þór á 68 höggum!!! Ísland í 2. sæti!!!

Íslenska karlalandsliðið í golfi er komið í 2.sætið eftir tvo hringi af þremur á Challenge Trophy sem undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða. Strákarnir okkar spiluð á 374 höggum í dag eða næst best skorinu og færðust enn nær EM sæti á næsta ári. Belgía er í fyrsta sæti með nokkuð hraustlegt tíu högga forskot á Íslendinga, í þriðja sæti er Slóvakía sex höggum á eftir okkar mönnum. Lokahringurinn fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu sjálfu. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur spilaði frábært golf í dag og kom inn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og vann sig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 14:00

EM: Stelpurnar okkar unnu Sviss 4/1

Íslenska kvennalandsliðið sigraði Sviss í leik í C-riðli á EM kvennalandsliða en leiknum var að ljúka rétt í þessu. Sigurinn er bæði stór og sætur eins og allir sigrar en okkar stelpur sigruðu í fjórum leikjum af fimm. Á morgun keppir Ísland við Slóvakíu og þá kemur í ljós í hvaða sæti við endum en stefnan er auðvita sett á sigur. Að sögn Ragnars Ólafssonar þá er ætla stelpurnar sér sigur í þeim leik ekket annað kæmi til greina að þeirra sögn. Lokastaðan

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inbee Park ——— 12. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Inbee Park  (kóreanska: 박인비, Hanja:  朴仁妃) Hún er fædd 12. júlí 1988 og á því 25 ára afmæli í dag. Hún er þessa dagana við keppni á Manulife Financial LPGA Classic í Ontario, Kanada og deilir 3. sæti eftir 1. dag. Inbee er búin að sigra á öllum risamótum kvennagolfsins það sem af er ársins (þ.e. 3 risamót af 5) og á möguleika á „Grand Slam“ í kvennagolfinu takist henni að sigra á Opna breska kvennamótinu sem fram fer 1.-4. ágúst n.k. í sjálfri vöggu golfsins St. Andrews, þ.e. hún verður þá fyrsti kylfingur sögunnar til að hafa unnið 4 risamót á sama árinu!  Vel við hæfi að vinna það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 07:00

GK: Birgir Björn og Þórdís með 8 högga forystu eftir 2. dag

Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir halda forystu sinni á Meistaramóti Keilis, þegar keppnin er hálfnuð. Birgir Björn bætti sig enn frá 1. degi og lék 2. hringinn á 1 undir pari, 70 höggum. Samtals er Birgir Björn því búinn leika á 142 höggum (72 70) og hefir 8 högga forystu á þá sem næstir koma: Benedikt Sveinsson, sem er í 2. sæti (75 75) og Benedikt Árna Harðarson (74 76). Þórdís Geirsdóttir er líka með 8 högga forystu í Meistaraflokki kvenna. Hún er búin að spila á samtals 13 yfir pari (81 74) og bætti sig um 7 högg milli hringja í gær!  Í 2. sæti í kvennaflokki er Lesa meira