Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:15

Evróputúrinn: Chris Doak efstur eftir 2. dag

Það er heimamaðurinn Chris Doak sem leiðir þegar Opna skoska er hálfnað.

Doak er samtals búinn að spila á 12 undir pari 132 höggum (66 66 ).

Í 2. sæti eru 4 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir Doak: Titleist erfinginn Peter Uihlein, Daninn JB Hansen og Englendingarnir Ross Fisher og Matthew Southgate.

Annar hópur 6 kylfinga deila síðan 6. sætinu á samtals 10 undir pari þ.á.m. Simon Khan.

Það eru því aðeins 2 högg sem skilja að 10 efstu kylfingana og sigurvegari mótsins eflaust í þeirra hópi.

Loks mætti geta að Phil Mickelson er einn af 11, sem deila 13. sæti á samtals 8 undir pari.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 4 undir pari eru Jeev Milkha Singh, Tom Lewis, Miguel Angel JimenezRafa Cabrero-BelloThomas Aiken og Estanislo Goya (kærasti Carly Booth).

Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska SMELLIÐ HÉR: