Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 10:45

GKM: Kristján Stefánsson klúbbmeistari 2013

Meistaramót Golfklúbbs Mývatnssveitar fór fram dagana 10. og 11. júlí s.l. á Krossdalsvelli.   Þátttakendur í ár voru 6. Klúbbmeistari GKM árið 2013 er Kristján Stefánsson. Kristján lék hringina 2 á samtals 46 yfir pari, 178 höggum (90 88). Hér að neðan má sjá úrslit í Meistaramóti Golfklúbbs Mývatnssveitar: 1 Kristján Stefánsson GKM 15 F 42 46 88 22 90 88 178 46 2 Guðjón Vésteinsson GKM 23 F 48 42 90 24 93 90 183 51 3 Hinrik Geir Jónsson GKM 19 F 54 48 102 36 100 102 202 70 4 Ellert Rúnar Finnbogason GKM 35 F 55 52 107 41 112 107 219 87 5 Sigurður Baldursson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 08:30

Scotish Open í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Aberdeen Asset Management Scotish Open mótið, sem fer fram á Castle Stuart Golf Links vellinum í Inverness á Skotlandi. Meðal þátttakenda eru nr. 8 á heimslistanum, Phil Mickelson , sem er í 2. sæti fyrir lokahringinn og Ernie Els frá Suður-Afríku.  Auk þess taka margir sterkir evrópskir kylfinga þátt í mótinu og er mótið því fremur sterkt.  Svíinn Henrik Stenson er meðal keppenda og hefir 2 högga forystu á Phil fyrir lokahringinn. Spurning hver stendur uppi sem sigurvegari í dag? Bein útsending hófst kl. 8:30 í morgun. Til þess að sjá Aberdeen Asset Management Scotish Open í beinni SMELLIÐ HÉR: Hér má fylgjast með gengi keppenda á skortöflu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2013 | 07:00

GA: Stefanía Kristín og Örvar klúbbmeistarar 2013

Það voru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Örvar Samúelsson sem sigruðu á Meistaramóti GA, eða m.ö.o. Akureyrarmóti GA, Átaks líkamsrækt & Aqua Spa.  Þau endurtóku leikinn frá því í fyrra og vörðu Akureyrarmeistaratitla sína og eru klúbbmeistarar annað árið í röð. Reyndar er þetta 4. titill Örvars s.l. 5 ár, sem er stórglæsilegt! Örvar Samúelsson, Akureyrarmeistari 2013, lék á samtals 15 yfir pari, 299 höggum (71 77 71 80).  Í 2. sæti varð 14 ára strákur, Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, á samtals 24 yfir pari, 308 höggum (75 76 78 79) og í 3. sæti varð Ævarr Freyr Birgisson á 31 yfir pari, 315 höggum (88 79 76 72) og óhætt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 23:15

PGA: Daniel Summerhays leiðir fyrir lokahring John Deere Classic

Það er Daníel Summerhayes, sem leiðir fyri lokahring John Deere Classic mótsins, sem fram fer á TPC Deere Run í Illinois. Það var frábær 3. hringur Summerhayes, sem kom honum upp í 1. sætið en á 3. hring spilaði hann á 62 höggum.  Á hringnum fékk Summerhayes 10 fugla og 1 skolla! Samtals er Summerhayes búinn að spila á 19 undir pari, 194 höggum (65 67 62) og á 2 högg á þann sem er í 2. sæti, Kanadamanninn David Hearn.  Sjá má kynningu Golf 1 á Daníel Summerhayes með því að SMELLA HÉR:  Í 3. sæti er sá sem á titil að verja Zach Johnson á samtals 16 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 23:00

GK: Þórdís og Birgir Björn klúbbmeistarar 2013

Það voru þau Þórdís Geirsdóttir og Birgir Björn Magnússon, sem urðu klúbbmeistarar Golfklúbbsins Keilis 2013 í kvöld.  Þetta er fyrsti klúbbmeistaratitill Birgis Björns en Þórdís hefir unnið þann titil áður, eða alls 16 sinnum.  Þórdís er þar með sú kona í Keili, sem oftast hefir orðið klúbbmeistari!!! Æðislega flott hjá Þórdísi, en hún vann fyrsta klúbbmeistaratitil sinn árið 1980 og hefir síðan unnið hann á árunum, 1981, 1984, 1985, 1986, 1988, 1989, 1990, 1991, 1992, 1994, 1996, 2004, 2005, 2009 og nú 2013. Stórglæsilegt!!! Birgir Björn varð klúbbmeistari GK 2013 á samtals 7 yfir pari 291 höggi (72 70 71 78) og átti hann 7 högg á þann sem næstur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 18:41

Evrópumótaröðin: Stenson í 1. sæti – Mickelson í 2. sæti fyrir lokahringinn

Það er sænski kylfingurinn Henrik Stenson sem leiðir á Opna skoska fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður á morgun. Stenson er samtals búinn að leika á 16 undir pari, 200 höggum (70 64 66) og á 2 högg á þá sem næstir koma. Þeir sem næstir koma og deila 2. sætinu eru Phil Mickelson, John Parry, Brendan Grace og JB Hansen, sem er að standa sig ótrúlega vel. Þrír kylfingar deila síðan 6. sæti á samtals 13 undir pari hver en þ.á.m. er bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein. Til þess að sjá stöðuna á Aberdeen Asset Mangement Scotish Open eins og Opna skoska heitir upp á ensku SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 18:30

GVG: Hugrún og Hermann Geir klúbbmeistarar 2013

Meistaramót Golfklúbbsins Vestarr á Grundarfirði fór fram dagana 9.-12. júlí  og lauk því í gær.  Keppt var í 5 flokkum: 1. og 2. flokki karla og kvenna og í öldungaflokki karla 55 ára og eldri.  Þátttakendur voru 21 þar af 10 konur! Hermann Geir Þórsson varð klúbbmeistari 2013 en hann lék hringina 4 á 17 yfir pari, 305 höggum (75 82 72 76). Í kvennaflokki varð Hugrún Elísdóttir klúbbmeistari en hún lék á 74 yfir pari, 362 höggum (90 99 88 85). Sjá má heildarúrslitin í öllum flokkum hér fyrir neðan: 1. flokkur karla: 1 Hugrún Elísdóttir GVG 11 F 43 42 85 13 90 99 88 85 362 74 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 17:30

EM: Ísland lauk leik í 2. sæti – Spilar á EM í Finnlandi á næsta ári!!!

Íslenska karlalandsliðið í golfi tryggði sér sæti á Evrópumóti áhugamanna sem fram fer í Finnlandi á næsta ári.  Íslenska liðið spilaðið á 366 höggum í dag en fyrir daginn var ljóst að annað sæti yrði að nást ef EM draumurinn ætti að verða að veruleika.  Þetta tókst og gott betur en það því helstu keppinautar okkar um þetta 2.sæti voru Tékkar sem áttu ekkert svar við stórleik okkar manna. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR átti hreint frábæran dag á golfvellinum en hann lék á 66 höggum sem reyndist besta skor mótsins, Guðmundur fékk sex fugla og tólf pör á hringnum góða. Það voru Belgar sem léku besta allra í undankeppninni þeir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 14:30

EM: Ísland lauk keppni efst í C-riðli

Íslenska kvennalandsliðið í golfi sigraði Slóvakíu 3,5/1,5 í leik um efsta sætið í C-riðli á Evrópumóti kvennalandsliða sem er að ljúka í Englandi. Íslenska liðið hafnaði í 17.sæti í mótinu. Anna Sólveig Snorradóttir GK og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR léku saman í fjórmenningnum og lögðu þær andstæðinga sína 4/2. Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR sigruðu í sínum leikjum 3/1. Sunna Víðisdóttir GR gerði jafntefli en Signý Arnórsdóttir, GK, tapaði sínum leik. Spánn og Austurríki eru þessa stundina keppa um Evróputitilinn, hér má fylgjast með stöðu mála. Heimasíða mótsins Staðan í A-riðli Staðan í B-riðli  Staðan í C-riðli 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 14:15

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku.  Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 56 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar.  Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:     Sóley Elíasdóttir Sumarlína Ehf (84 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli Lesa meira