Birgir Björn Magnússon, GK. Photo: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 11:09

GK: Birgir Björn og Þórdís efst á 3. degi Meistarmóts Keilis

Birgir Björn Magnússon og Þórdís Geirsdóttir eru efst í Meistaraflokki karla og kvenna á Meistaramóti Keilis og hafa þau verið í forystu alla 3 daga mótsins og líklegt að þau standi uppi sem klúbbmeistarar Keilis í kvöld!!!

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Birgir Björn átti enn einn glæsihringinn í gær; lék örugglega á pari vallarins og er því samtals búinn að spila á parinu, 213 höggum (72 70 71). Jafnt og flott golf það!!!

Nokkrar breytingar hafa orðið á efstu mönnum í karlaflokki; í 2. sæti er Benedikt Sveinsson 7 höggum á eftir Birgi Birni þ..e á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (75 75 70).  Í 3. sæti er síðan Gísli Sigurbergssoná samtals 14 yfir pari, 227 höggum (76 75 76).

Í kvennaflokki hefir Þórdís Geirsdóttir örugga forystu; á 19 högg á þá sem næst kemur Jódísi Bóasdóttur.  Þórdís er búin að spila á samtals 24 yfir pari, 237 höggum (81 74 82).