Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:45

Spælegg

Nú er hápunktur golfvertíðarinnar, miðsumar og flestir kylfingar búnir að spila nokkra hringi á árinu í meistaramótum, opnum mótum eða bara sér til skemmtunar.

Hér er ætlunin að koma með ráð hvað gera skuli þegar golfboltinn festist (ens. „plug“-ast) í sandglompu.  Þetta ráð er gott þegar ætlunin er að spila golfvelli þar sem mikið er um sandglompur.

Það er ekkert verra en að koma að sandglompu og finna boltann festan í einni hlið hans eða á botni djúps glompupytts. Þegar boltinn er svona festur í bönkernum, þannig að hann kíkkar ekki upp nema hálfur líkist hann mjög spæleggi og því er oft talað um slíka bolta sem „spælegg.“ Ráðið ætti að nýtast við tilburði ykkar að koma boltanum upp í aðeins 1 tilraun.

Hugsunin ætti að vera sú að vera með hugsun andstæða þeirri þegar þið eruð að taka „flop“ högg. Í „Phil Mickelson flop-höggi“ opnið þið kylfuandlitið eins mikið og þið getið.

Þegar þið eruð að fást við spælegg þurfið þið að loka kylfuandlitinu algerlega.  Þetta þýðir að hæll kylfunnar og skaft snúa beint upp. Þetta auðveldar ykkur að slá í sandinn fyrst og snúa kylfuandlitið opið sem veldur því að kylfan skóflar sandinum með boltanum út úr spæleggs-legunni. Þið verðið að slá svolítið agressívt og muna að slá u.þ.b. 1 cm fyrir aftan boltan og slá í gegn fullkomlega.  Þó ykkur finnist þið vera að skófla boltanum þá eruð þið enn að sveifla – það verður bara að slá fyrir aftan boltann til þess að sandurinn geti „sprengt“ boltann upp úr bönkernum.

Munið líka að núa fótum ykkur vel niður í sandinn til þess að lækka neðri punkt sveiflu ykkar.  Ekki höggva í sandinn.  Notið fulla kylfulengd til þessa að slá í sandinn.

Það er oft þannig að konur eiga erfiðara með að vera nógu ákveðnar í sandglompum. Þær slá fínlega í spæleggið og það bifast ekki og í versta falli grefst það aðeins dýpra. Stelpur, það er allt í lagi að vera svolítið brussulegar þegar þið eruð að fást við spælegg og það er allt í lagi þó sandurinn þyrlist upp allt í kring…. sé ætlunin að koma boltanum úr „plug“-aðri legu!!!

Golf1 vonar að sem fæstir þurfi að fást við mörg spælegg í sumar- en það ætti að æfa þessi högg líkt og öll önnur á æfingasvæðinu, því af og til koma þessar aðstæður upp: slegið er í bönker og boltinn ykkar festist: SPÆLEGG og þá er um að gera að vera vel undirbúin/n!!!