Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 16:45

EM: Andri Þór á 68 höggum!!! Ísland í 2. sæti!!!

Íslenska karlalandsliðið í golfi er komið í 2.sætið eftir tvo hringi af þremur á Challenge Trophy sem undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða. Strákarnir okkar spiluð á 374 höggum í dag eða næst best skorinu og færðust enn nær EM sæti á næsta ári.

Íslenska karlalandsliðið á EM 2013. Mynd: gsimyndir.net

Íslenska karlalandsliðið á EM 2013. Mynd: gsimyndir.net

Belgía er í fyrsta sæti með nokkuð hraustlegt tíu högga forskot á Íslendinga, í þriðja sæti er Slóvakía sex höggum á eftir okkar mönnum. Lokahringurinn fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu sjálfu.

Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur spilaði frábært golf í dag og kom inn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og vann sig upp um átta sæti í einstaklingskeppninni.

Skor okkar kylfinga og staða þeirra í einstaklingskeppninni.

  2.sæti Andri Þór Björnsson                       GR         75/68 -1

5.sæti Haraldur Franklín Magnús         GR         73/75 +4

14.sæti Axel Bóasson                                   GK         79/75 +10

25.sæti Ragnar Már Garðarsson                 GKG       76/80 +12

25.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson    GR          80/76 +12

36.sæti Rúnar Arnórsson                            GK          79/80 +15