Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 06:00

GP: Björg klúbbmeistari 2013

Meistaramót Golfklúbbs Patreksfjarðar fór fram á Vesturbotnsvelli dagana 8. og 9. júlí 2013 Þátttakendur voru 8 og leiknir voru 2 hringir. Klúbbmeistari Golfklúbbs Patreksfjarðar 2013 er Björg Sæmundsdóttir. Hún lék hringina 2 á samtals 24 yfir pari, 168 höggum (87 81). Heildarúrslit á Meistaramóti GP voru eftirfarandi: 1 Björg Sæmundsdóttir GP 12 F 39 42 81 9 87 81 168 24 2 Jónas Þrastarson GP 15 F 45 44 89 17 95 89 184 40 3 Skjöldur Pálmason GP 12 F 49 49 98 26 93 98 191 47 4 Einar Þorfinnsson GP 20 F 46 54 100 28 101 100 201 57 5 Brynja Haraldsdóttir GP 17 F 48 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 05:00

LPGA: Matthew og Stanford leiða eftir 1. dag í Kanada

Það eru hin skoska Catriona Matthew og Angela Stanford frá Bandaríkjunum, sem leiða eftir 1. dag Manulife Financial LPGA Classic á Grey Silo golfvellinum í Ontario, Kanada. Báðar léku á 8 undir pari, 63 höggum og hafa 2 högga forystu á 5 kylfinga sem deila 3. sætinu og léku allar á 6 undir pari, en þeirra á meðal er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park. Annar hópur 5 kylfinga lék á 5 undir pari og deilir 8. sæti en þ.á.m. er hin bandaríska Ryann O´Toole. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Manulife Financial LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 04:00

PGA: Villegas og Johnson leiða eftir 1. dag á John Deere Classic

Það eru þeir Zach Johnson og Camilo Villegas sem leiða á John Deere Classic mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið hófst í gær á TPC Deere Run í Illinois, í Bandaríkjunum. Johnson og Villegas spiluðu báðir á 7 undir pari, 65 höggum. Þriðja sætinu deila 3 kylfingar og eru þeir allir aðeins 1 höggi á eftir en það eru: Brendon de Jonge, Matt Bettencourt og Daníel Summerhayes. Hópur 7 kylfinga deilir síðan 6. sæti á 5 undir pari, þ.á.m. Boo Weekley og annar hópur 13 kylfinga deilir 13. sæti á 4 undir pari, þ.á.m. Steve Stricker (sem átti högg 1.dags), KJ Choi, Davis Love III og Nick Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 03:45

GHD: Vatnavextir á Arnarholtsvelli

Eftir snjóþungan vetur og erfitt vor eru náttúruöflin enn að gera kylfingum í GHD erfitt fyrir. Mjög heitt var á Norðurlandi í gær sem varð til þess að ár uxu mikið í leysingum. Svarfaðardals á sem rennur meðfram Arnarholtsvelli flæddi yfir bakka sína og tók að renna inn á golfvöllinn um það bil sem síðustu holl voru að leggja af stað. Þegar komið var að því að spila seinni hringinn var komið mikið vatna á 1., 2. og 9. braut svo erfitt var fyrir kylfinga að komast um völlinn. Brugðu sumir á það ráð að fara úr skóm og sokkum og vaða pollana á meðan aðrir kölluðu út Jón vallarstjóra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 20:00

Viðtalið: Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB

Viðtalið í kvöld er við framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness. Fullt nafn:  Jóhannes  Ármannsson. Klúbbur:  GB. Hvar og hvenær fæddistu?  Á Akranesi, 3. nóvember 1969. Hvar ertu alinn upp?   Á Akranesi. Í hvaða starfi ertu?   Ég er framkvæmdastjóri GB. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég er kvæntur og á 1 son. Af fjölskyldunni er það auk mín, bróðir minn sem spilar aðeins golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég byrjaði 10 ára, a.m.k. eru þá mín fyrstu kynni af golfi. Varstu ekki í fótbolta uppi á Skaga?  Jú, það var ekki hægt að komast hjá því. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?   Ég elst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 18:00

Evróputúrinn: Parry leiðir á Opna skoska – Mickelson í 3. sæti eftir 1. dag

Englendingurinn John Parry er efstur eftir 1. dag á Aberdeen Asset Management Scottish Open, sem hófst í dag á Castle Stewart linksaranum. Hann átti glæsihring upp á 8 undir pari, 64 högg. Parry skilaði jafnframt „hreinu skorkorti“ en á því voru 8 fuglar og 10 pör, þ.e. hann missti hvergi högg! Sjá má kynningu Golf 1 á John Parry, sem m.a. vann Q-school Evrópumótaraðarinnar fyrir keppnistímabilið í ár  með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti á Opna skoska er gamla brýnið Simon Khan, aðeins 1 höggi á eftir Parry á 7 undir pari, 65 höggum og 3. sætinu á 6 undir pari, 66 höggum deila 7 kylfingar  Phil Mickelson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 17:30

EM: Stákarnir okkar í 3. sæti eftir 1. dag!!!

Karlalandslið Íslands í golfi tekur þátt í European Men´s Challenge Trophy 2013 sem fram fer í Tékklandi dagana 11. – 13. júli. Hér er hægt að finna upplýsingar um mótið en um er að ræða undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða sem fram fer á næsta ári.  Þrjár þjóðir af tíu komast á sjálft Evrópumótið að ári, auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt. European Men´s Challenge Trophy er 54 holu höggleikur, leiknar eru 18 holur á dag þá þrjá daga sem mótið fer fram. Í hverju liði eru sex leikmenn og telja fimm bestu skorin. Verði jafnt þá telur sjötti kylfingurinn einnig. Íslenska Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 17:15

Ekkert verður af golfstað Tiger í Dubai

Búið er að rifta samningum við Tiger Woods um að fyrirtæki hans hanni og eigi hluti í golfstað í Dubai að fullu og öllu. Skv. frétt ArabianBusiness.com  í fyrradag sagði að Dubai Properties Group, sem er hluti af Dubai Holding hafi rift samningum við Woods, eftir tafir urðu á að reisa golfstað hans 2010 í miðri efnahagskrísunni en verkefnið komst aldrei á skrið aftur. Til stóð að byggja 100 villur, 75 glæsihýsi og 22 hallir, hótel með fjölda verslana og golfkennsluaðstöðu.  Farið var af stað með verkefnið 2006 og áætluð opnun var 2009. Tiger hefir síðan beint sjónum sínum að Diamante Cabo San Lucas golfstaðnum í Mexíkó, sem farið var að stað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 17:00

Graeme McDowell biðst afsökunar

Graeme McDowell hefir beðist afsökunar á miður skemmtilegum ummælum sínum í þá átt að sér finndist Castle Stuart golfvöllurinn í Inverness, Skotlandi ekki nógu góður til þess að Opna skoska fari fram á honum. Ernie Els og Pádraig Harrington voru meðal þeirra sem voru ósammála McDowell og sögðu Castle Stuart frábæra upphitun fyrir Opna breska á Muirfield. McDowell sá að sér og hafði samband við Martin Gilbert, framkvæmstastjóra Aberdeen Asset Management og baðst persónulega afsökunar. Gilbert hafði eftirfarandi um samtalið að segja: „Graeme hafði samband við mig til að biðjast afsökunar og hann er ekki sá fyrsti til að segja eitthvað sem hann sér eftir, þannig að þetta er ekkert Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2013 | 11:25

Afmæliskylfingur dagsins: Ísak Jasonarson – 11. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ísak Jasonarson. Ísak er fæddur 11. júlí 1995 og á því 18 ára afmæli í dag!!! Ísak er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er jafnframt í Golfklúbbi Öndverðarness. Hann spilar bæði á Íslandsbankamótaröð unglinga og á Eimskipsmótaröðinni. Afmælisdaginn verður Ísak við keppni í Meistaramóti Keilis. Komast má á facebook síðu Ísaks til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ísak Jasonarson (18 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (35 ára – Hann er Austurríkismaður  á Evróputúrnum); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (32 ára);  Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (31 árs) ….. og …..   Lesa meira