Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2013 | 23:00

PGA: 3 í forystu þegar John Deere Classic er hálfnað

Það eru 3 sem deila forystunni á John Deere Classic mótinu nú þegar það er hálfnað.

Það eru þeir Patrick Reed, Zach Johnson, sem á titil að verja og Lucas Glover, sem langt er síðan að sést hefir til hans í efstu sætum móta!

Allir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 130 höggum; Reed (67 63); Johnson (64 66) og Glover (68 62), sem átti hreint magnaðan hring í dag.

Búist er við að niðurskurður verði í kringum 4 undir pari.  Nokkrir eiga eftir að ljúka leik, þ.á.m. forystumaður 1. dags Camilo Villegas, sem ekki hefur náð að fylgja eftir frábærum hring í gær upp á 64 högg.

Til þess að sjá stöðuna þegar John Deere Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR: