Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2013 | 10:00

LPGA: Catriona leiðir í Kanada eftir 2. dag

Það er hin skoska Catriona Matthew sem leiðir á Manulife Financial LPGA Classic, í Ontario, Kanada, þegar mótið er hálfnað.

Catriona er búin að spila á samtals 15 undir pari, 127 höggum (63 64).

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Catrionu er Angela Stanford frá Bandaríkjunum á 12  undir pari, 130 höggum (67 63).

Í þriðja sæti eru 5 kylfingar allir á samtals 11 undir pari þ.e. Anna Nordqvist, Ryann O´Toole, Chella Choi, Belen Mozo og Meena Lee.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð (sem miðaður var við samtals 3 undir pari) í gær voru Lexi Thompson, Shanshan Feng og Laura Davies, en þær voru allar 1 höggi frá því að ná niðurskurði

Til þess að sjá stöðuna á Manulife Financial LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: