Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Sam Torrance — 24. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Sam Torrance, OBE. Torrance er fæddur í Largs, Skotlandi 24. ágúst 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Torrance gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára og hefir á ferli sínum sigrað 43 sinnum þar af í 21 skipti á Evrópumótaröðinni (og er í 10. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð).  Seinni ár hefir Torrance spilað á European Seniors Tour þ.e. öldungamótaröðinni og þar hefir hann sigrað 11 sinnum. Besti árangur Torrance í risamóti er 5. sæti á Opna breska árið 1981. Torrance er kvæntur Suzanne Danielle (frá árinu 1988), en Suzanne er ensk leikkona (ekki mjög þekkt hér á landi). Torrance á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 20:15

CN Canadian Open í beinni

Það er virkilega gaman að fylgjast með CN Canadian Open í augnablikinu. Uppáhaldskylfingar Golf 1 skiptast á að vera í efsta sætinu. Sem stendur (kl. 20:05) er það hin nýsjálenska Lydia Ko, sem á titil að verja og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen Báðar eru nú á 9 undir pari en eiga eftir að spila 6 holur (Ko) og 4 holur (Pettersen). Í 2. sæti sem stendur eru og Íslandsvinurinn mikli, Caroline Hedwall, Cristie Kerr og Brittany Lincicome aðeins 1 höggi á eftir, á 8 undir pari. Charley Hull og IK Kim eru síðan í 6. sæti á 7 undir pari – Um stund var Charley í 1. sæti en hún byrjaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 18:00

GSÍ Sveitakeppni eldri kylfinga 2013: GK og GR leika til úrslita í 1. flokki karla – GSG áfram í 1. deild!!!

Það eru GK og GR sem leika til úrslita í 1. deild í karlaflokki í sveitakeppni GSÍ 2013. Leikið er á Jaðarsvelli á Akureyri. Bæði GKG og GSG, sem komu upp í 1. deild eftir glæsiframmistöðu í 2. deild á síðasta ári halda sæti sínu í 1. deild. GV og GÖ eru fallin í 2. deild og spila um 7. sætið á morgun. Hér eru úrslit 2. umferðar: 1. GK g. GA 3-2 Golfklúbburinn Keilir vann Íslandsmeistara GA í 1. flokki karla í sveitakeppni eldri kylfinga 2012 í dag 3-2! Það voru Guðjón Sveinsson og Guðmundur Ágúst Guðmundsson í sveit Keilis sem unnu þá Þórhall Pálsson og Hafberg Svansson í sveit GA í fjórmenning, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Fleetwood og Gonzales efstir eftir 3. dag á Gleneagles

Fyrir lokahringinn á Johnnie Walker Championship leiða Englendingurinn Tommy Fleetwood og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez, en sá síðarnefndi er búinn að vera í forystu alla 3 keppnisdagana.  Fleetwood og Gonzalez eru búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Fleetwood (68 65 67) og Gonzalez (65 65 70). Í 3. sæti er Svíinn Fredrik Anderson Hed aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 15 undir pari, 201 höggi. Fjórða sætinu deila síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Skotinn Stephen Gallacher á samtals 13 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Johnnie Wlaker Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Johnnie Walker Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 15:30

Staðan í sveitakeppni GSÍ í flokki 18 ára og yngri stúlkna eftir 3 umferðir

Sveitakeppni 18 ára og yngri stúlkna fer fram á Selsvelli á Flúðum.  Alls eru stúlknalið 5 golfklúbba sem þátt taka, GHD , GK, GKG, GO og GR og verður 1 lið alltaf að sitja hjá. Í gær voru spilaðar fyrstu tvær umferðirnar og í dag er búið að leika 3. umferðina. Staðan eftir 3 umferðir er eftirfarandi: 1. sæti  GHD 2. sæti GR 3. sæti GK 4. sæti GO 5. sæti GKG 1. umferð 1. GR g. GKG 2-1 Þær Saga Traustadóttir og Eva Karen Björnsdóttir, í sveit GR unnu þær Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur og Elísabetu Ágústsdóttur í sveit GKG, í fjórmenningi 3&2.  Í tvímenningnum hafði Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR betur gegn Særósu Evu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 12:30

Staðan í sveitakeppni 18 ára og yngri pilta eftir 1. dag

Í gær hófst á Strandarvelli á Hellu sveitakeppni 18 ára og yngri pilta.  Núverandi Íslandsmeistarar 2012  í flokki 18 ára og yngri pilta er A- sveit GKG. Fimm viðureignir sveitanna fóru fram í gær, en svo virðist sem viðureignir  sveitar GO og B-sveitar GKG hafi ekki farið fram og B-sveit GK sat hjá.  Úrslitin í leikjunum 5 voru eftirfarandi: 1. B-sveit GR g. GA 3-0 B-sveit GR vann alla leiki sína gegn sveit Norðanmanna í GA. Þeir Arnór Harðarson og Einar Snær Ásbjörnsson í sveit GR unnu þá Eyþór Hrafnar Ketilsson og Víði Steinar Tómasson, í sveit GA 2&0.  Ástgeir Ólafsson, GR vann Tuma Hrafn Kúld, GA nokkuð stórt eða 6 &5 og Theodór Ingi Gíslason Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 07:00

LPGA: Kerr og Park leiða í Kanada

Það er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Cristie Kerr og núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park, sem eru efstar og jafnar þegar CN Canadian Open er hálfnað. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, hvor. Í þriðja sæti eru hin franska Karine Icher og bandaríski kylfingurinn Angela Stanford aðeins 1 höggi á eftir forystunni á 7 undir pari, samtals, hvor. Davies, Creamer og Ko eru síðan jafnar í 5. sæti á samtals 6 undir pari, hver – aðeins 2 höggum á eftir forystunni. Meðal þeirra sem ekki náðu í gegnum niðurskurð eru: Beatriz Recari og Morgan Pressel.  E.t.v. er það sama að hrjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 06:30

PGA: Kuch leiðir í hálfleik The Barclays

Það er bandaríski kylfingur og nr. 6 á heimslistanum Matt Kuchar sem leiðir þegar The Barclays mótið er hálfnað á Liberty National í New Jersey. Kuchar á reyndar eftir að spila 5 holur , en er búinn að spila á samtals 10 undir pari.  Ekki náðu allir leikmenn að klára hringi sína vegna myrkurs, en samtals 44 kylfingar eiga eftir að klára 2. hring eins og Kuch og klára þeir hringi sína nú laugardagsmorguninn. Þeir sem eru í 2. sæti eins og er og náðu báðirað klára leiki sína eru þeir Webb Simpson og Gary Woodland en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undi pari, hvor. Fjórða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 22:00

Keiliskonur með fullt hús stiga í sveitakeppni eldri kylfinga!!!

Í dag hófst á Akureyri sveitakeppni GSÍ í 1. flokki eldri kvenkylfinga. Eftir 1. dag er sveit Golfklúbbsins Keilis sú eina sem er með fullt hús stiga, vann alla 3 leiki sína. 1. GK-GA 3-0 Þær Helga Gunnarsdóttir og Margrét Berg Theódórsdóttir í sveit Keilis unnu heimakonurnar Þórunni Önnu Haraldsdóttur og Höllu Sif Svavarsdóttur, í GA, í fjórmenningi dagsins 3&2. Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann leik sinn gegn Guðnýju Óskarsdóttur, 4&3 og Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sinn leik gegn Jakobínu Reynisdóttur 3&1. 2. GR-GKB 2,5-0,5 Allt var jafnt í fjórmenningsleik þeirra Steinunnar Sæmundsdóttur og Jóhönnu Bárðardóttur í sveit GR gegn þeim Brynhildi Sigursteinsdóttur og Unni Jónsdóttur, í sveit GKB. Tvímenningsleikir GR unnust báðir.  Þannig vann Ásgerður Sverrisdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2013 | 21:28

Staðan eftir 1. dag í hjá 1. flokki karla í sveitakeppni eldri kylfinga

Í dag fóru fram fyrstu leikir í 1. flokki karla í sveitakeppni GSÍ.  Leikið er á Jaðarsvelli. 1. GA-GKG   3-2 Heimamenn í GA og núverandi Íslandsmeistarar unnu GKG, sem kom upp í 1. deild eftir sigur í 2. deild 2012,  3&2.  Sigurður H. Ringsted og Vigfús Ingi Hauksson, í sveit GA unnu Gunnar Árnason og Tómas Jónsson í fjórmenningi naumlega, 1&0, en leikur þeirra fór á 19. holu. Aðra sigra fyrir GA unnu þeir Haraldur Júlíusson og snillingurinn Björgvin Þorsteinsson; en Haraldur vann Andrés I. Guðmundsson, GKG 1&0 og Björgvin bar sigurorð af Hlöðver Sigurgeir Guðnasyni, GKG 6&5.   Þeir sem héldu uppi heiðri GKG voru þeir Hilmar Guðjónsson og Lesa meira