Evróputúrinn: Gonzalez heldur forystunni
Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez er að spila hreint framúrskarandi golf á Johnnie Walker Championship. Hann átti 2. hringinn í röð á 65 höggum og er því samtals búinn að spila á 14 undir pari, 130 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem spilað hefir á 131 höggi (65 66). Þriðja sætinu deila þeir Englendingarnir Tommy Fleetwood og Mark Foster á samtals 11 undir pari, hvor. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru Pablo Larrazabal, Robert Rock, Peter Uihlein og Austurríkismaðurinn Markus Brier. Nokkuð undarlegt að sjá Wiesberger í forystusæti en Brier ekki ná niðurskurði en Markus Brier hefir næstum verið einvaldur í austurrísku golfi s.l. 20 ár. Til Lesa meira
Kanadískur kylfingur sló bolta í sig
Þrír kylfingar á kanadísku PGA Tour, Alex Carrigan, Chris Killmer and JJ Regan fóru í Upper Canada Village til þess að búa til kynningarmyndskeið fyrir Great Waterway Classic mótið i Cornwall, Ontaríó í Kanada. Málið var að þeir áttu að slá bolta og svo átti að virðast sem boltinn kæmi úr einni fallbyssunni í Upper Canada Village. JJ Regan dúndraði boltanum í lágan múrsteinsvegg og boltinn endursentist aftur í hann. Sársaukafullt!!! En best er að skoða högg Regan í meðfylgjandi myndskeiði. SMELLIÐ HÉR:
Jason Dufner í augum Amöndu – frábær Skyline Chili uppskrift
Jason Dufner er alltaf að verða þekktari kylfingur, en það er ekkert allt of langt síðan að ekki nokkur maður vissi hver Dufner er. Áhuginn á Dufner, sem áður var bara þekktur fyrir að vera með hár sem stóð út í allar áttir, var með skrítið vagg út á velli sem hægt og stöðugt leiddi í pottþétta sveiflu jókst hægt og rólega og hefir aukist sérstaklega eftir sigur hans á PGA Championship. Áður var hann bara þekktur fyrir að giftast Amöndu 5. maí 2012, sem mörgum þótti alltof flott fyrir þennan „nörd“ sem Dufner þótti. Dufner var m.a. inntur eftir þessu i sjónvarpsþætti Howard Stern og er fyrstur manna til Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 22 ára í dag. Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013. Unnusti Auðar er Pétur Pétursson. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttirovic (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (84 ára); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 ( 42 ára frá Suður-Kóreu) ….. og …… Örn Bergmann (24 ára) Guðrún Sesselja Arnardóttir (47 ára) Skylmingafélag Reykjavíkur (65 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
PGA: Stadler leiðir á Barclays
Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Stadler sem leiðir á The Barclays á Liberty National golfvellinum í New Jersey, en mótið hófst í gær. Stadler lék á 7 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Camilo Villegas, Henrik Stenson og Ryan Palmer en þeir spiluðu allir á 65 höggum. Enn öðru höggi á eftir eru Jason Day og Matt Kuchar. Tiger er síðan einn af 6 kylfingum sem er deila 6. sæti; allir búnir að spila á 67 höggum. Tiger er að spila vel þrátt fyrir meiðsl í hálsi og baki. Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy er sem fyrr heillum horfinn – lék á 71 höggi eða Lesa meira
LPGA: Ko hefur titilvörn sína á að vera í 1. sæti ásamt Stanford og Boeljon
Hin unga Lydia Ko hóf í gær titilvörn sína á CN Canadian Open. Og hún byrjar vel; er í 1. sæti eftir 1. dag ásamt bandaríska kylfingnum Angelu Stanford og hollenska kylfingnum Christel Boeljon. Þær Ko, Stanford og Boeljon léku allar á 5 undir pari, 65 höggum. Aðeins 1. höggi á eftir í 4. sæti eru þær Paula Creamer og Cristie Kerr á 4 undir pari, 66 höggum. Fjórar eru síðan í 6. sæti þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Inbee Park og Karine Icher frá Frakklandi. Hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar léku á 2 undir pari, 68 höggum og deila þær 10. sæti, en þ.á.m. er Caroline Lesa meira
Evróputúrinn: Gonzalez og Wiesberger leiða á Gleneagles
Í dag hófst á Gleneagles golfstaðnum í Skotlandi Johnnie Walker Championship. Eftir 1. dag eru það Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez sem leiða. Báðir eru þeir Wiesberger og Gonzalez búnir að spila á 7 undir pari, 65 höggum. Þriðja sætinu aðeins 1 höggi á eftir á 6 undir pari, deila hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar þ.á.m. Thongchai Jaidee. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Johnnie Walker mótsins SMELLIÐ HÉR:
Frægir kylfingar: Justin Bieber spilaði golf ber að ofan!
Skv. fréttamanninum Mike Vulpo á E! notaði kanadíska poppstjarnan Justin Bieber tímann milli tónleika á alþjóðlega „Believe“ túrnum sínum til þess að spila golfhring ber að ofan! … til mikillar gleði fyrir þá fulltrúa ungu kvenkynslóðarinnar sem til sáu og nokkurra annarra. Í frétt E! segir m.a.: „Þegar sólin fór að setjast leitaði hinn 19 ára Bieber á vit síðdegis golfævintýrins. Jafnvel þó hann hafi ekki haldið sig að golffatnaðarforskriftum, en hann var ber að ofan og í skærrauðum stuttbuxum með der í stíl, þá var hann alveg til í smá æfingu. Með kylfu í hendi vann Biebs í baksveiflu sinni og sló þó nokkra bolta út í buskann.“ Ef Lesa meira
Risamótsstjörnur ánægðar með breytingar á Liberty National
FedExCup umspilið hefst í dag og fyrsta mótið, The Barclays snýr aftur á Liberty National í New Jersey. Miklar breytingar hafa verið gerðar á vellinum og svo virðist sem risamótsstjörnur golfsins leggi blessun sína yfir þær, en nú er spilað í fyrsta sinn á The Barclays á vellinum frá árinu 2009. Þegar mótið var haldið 2009 voru leikmenn ekkert of hrifinir af allt of bylgjóttum, illlesanlegum flötum og háum karga. Nú hefir 15 af 18 holum vallarins verið breytt. „Þeir hafa gert nokkrar góðar breytingar á vellinum,“ sagði Tiger eftir 9 holu Pro-Am hring sinn í gær. „Nú eru ný lendingarsvæði …. breytingar hafa verið gerðar á flötunum …. og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang ——- 22. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 28 árs afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða ein í Lesa meira









