Tommy Fleetwood skegglaus
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Fleetwood og Gonzales efstir eftir 3. dag á Gleneagles

Fyrir lokahringinn á Johnnie Walker Championship leiða Englendingurinn Tommy Fleetwood og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez, en sá síðarnefndi er búinn að vera í forystu alla 3 keppnisdagana.  Fleetwood og Gonzalez eru búnir að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum; Fleetwood (68 65 67) og Gonzalez (65 65 70).

Í 3. sæti er Svíinn Fredrik Anderson Hed aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 15 undir pari, 201 höggi.

Fjórða sætinu deila síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger og Skotinn Stephen Gallacher á samtals 13 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Johnnie Wlaker Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Johnnie Walker Championship SMELLIÐ HÉR: