
Staðan eftir 1. dag í hjá 1. flokki karla í sveitakeppni eldri kylfinga
Í dag fóru fram fyrstu leikir í 1. flokki karla í sveitakeppni GSÍ. Leikið er á Jaðarsvelli.
1. GA-GKG 3-2
Heimamenn í GA og núverandi Íslandsmeistarar unnu GKG, sem kom upp í 1. deild eftir sigur í 2. deild 2012, 3&2. Sigurður H. Ringsted og Vigfús Ingi Hauksson, í sveit GA unnu Gunnar Árnason og Tómas Jónsson í fjórmenningi naumlega, 1&0, en leikur þeirra fór á 19. holu. Aðra sigra fyrir GA unnu þeir Haraldur Júlíusson og snillingurinn Björgvin Þorsteinsson; en Haraldur vann Andrés I. Guðmundsson, GKG 1&0 og Björgvin bar sigurorð af Hlöðver Sigurgeir Guðnasyni, GKG 6&5. Þeir sem héldu uppi heiðri GKG voru þeir Hilmar Guðjónsson og Guðlaugur Kristjánsson en þeir unnu sína leiki; Hilmar gegn Birgi Ingvasyni, GA 2&1 og Guðlaugur naumlega gegn Viðari Þorsteinssyni, GA 1&0.
2. GK-GV 5-0
Sveit Golfklúbbsins Keilis rótburstaði sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja, en allar 5 viðureignirnar unnust. Þeir Guðjón Sveinsson og Jóhannes Pálmi Hinriksson í Keili unnu Sigurður Þór Sveinsson og Stefán Sævar Guðjónsson í sveit GV í fjórmenningi 2&1. Siguður Aðalsteinsson, GK vann Böðvar Bergþórsson, GV nokkuð léttilega 4&3 og Kristján V. Kristjánsson, GK bar naumlega sigurorð af Magnúsi Þórarinssyni, GV 1&0. Það sama er að segja um viðureign þeirra Axels Þóris Alfreðssonar, GK og Ríkharðs Hrafnkelssonar, GV sem líka fór 1&0. Hafþór Kristjánsson, GK vann síðan sína viðureign gegn Sigurjóni H. Adólfssyni, GV 2&0.
3. NK-GÖ 5-0
Það var líka fremur svartur dagur hjá sveit Golfklúbbsi Öndverðarness, en GÖ-sveitin vann engan leik í keppni við Nesklúbbinn. Þráinn Rósmundsson og Arngrímur Benjamínsson í sveit NK unnu þá Ólaf Jónsson og Stefán Gunnarsson, í sveit GÖ 4&2. Jóhann Reynisson, NK hafði betur gegn Jóni S. Haukssyni, GÖ 4&3. Guðmundur Arason, GÖ beið lægri hlut gegn Sævari Fjölni Egilssyni, NK 3&2. Friðþjófur Arnar Helgason, NK, vann Stein Auðunn Jónsson, GÖ, naumlega 1&0 og Eggert Eggertsson, NK vann Guðjón Snæbjörnsson, GÖ 2&1.
4. GR-GSG 4-1
Sveit GSG, sem kom upp í 1. deild eftir að sigra 2. deildina glæsilega 2012 náði 1 stigi á móti sterkri sveit GR. Það var Ásgeir Eiríksson, GSG, sem sigraði í sínum leik gegn Sæmundi Pálssyni, nokkuð sannfærandi 3&2. En í hinum leikjunum gekk ekki eins vel hjá GSG. Landsliðsmaðurinn Jón Haukur Guðlaugsson og Hörður Sigurðsson í sveit GR, báru sigurorð af þeim Guðmundi Einarssyni og Þorvaldi Kristleifssyni, í sveit GSG 7&6! Rúnar S. Gíslason, GR vann Erling Jónsson, GSG 2&0; Skarphéðinn E. Skarphéðinsson, GR vann leik sinn gegn Elíasi Kristjánssyni, GSG, naumlega 1&0 og Einar Long, GR, vann Val Guðjónsson, GSG 4&3.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024