
Staðan í sveitakeppni 18 ára og yngri pilta eftir 1. dag
Í gær hófst á Strandarvelli á Hellu sveitakeppni 18 ára og yngri pilta. Núverandi Íslandsmeistarar 2012 í flokki 18 ára og yngri pilta er A- sveit GKG.
Fimm viðureignir sveitanna fóru fram í gær, en svo virðist sem viðureignir sveitar GO og B-sveitar GKG hafi ekki farið fram og B-sveit GK sat hjá. Úrslitin í leikjunum 5 voru eftirfarandi:
1. B-sveit GR g. GA 3-0
B-sveit GR vann alla leiki sína gegn sveit Norðanmanna í GA. Þeir Arnór Harðarson og Einar Snær Ásbjörnsson í sveit GR unnu þá Eyþór Hrafnar Ketilsson og Víði Steinar Tómasson, í sveit GA 2&0. Ástgeir Ólafsson, GR vann Tuma Hrafn Kúld, GA nokkuð stórt eða 6 &5 og Theodór Ingi Gíslason vann Ævarr Freyr Birgisson 2&1.
2. A-sveit Keilis g. sveit GB/GL 3-0
A-sveit Golfklúbbsins Keilis vann sömuleiðis alla leiki sína í piltaflokki. Þeir Ísak Jasonarson og Orri Bergmann Valtýsson í sveit Keilis unnu þá Arnór Tuma Finnsson og Friðrik Berg Sigþórsson í sveit GB/GL 6&5. Birgir Björn Magnússon, GK vann sinn leik gegn Sindra Snæ Alfreðssyni 8&6 og Gísli Sveinbergsson, GK vann sinn leik gegn Þorkatli Má Einarssyni 7&6.
3. A-sveit GKG g. GSS 3-0
Íslandsmeistararnir í A-sveit GKG unnu alla leiki sína gegn sveit Golfklúbbs Sauðárkróks. Aron Snær Júlíusson og Óðinn Þór Ríkharðsson í sveit GKG unnu leik sinn gegn þeim Hlyn Frey Einarssyni og Jónasi Má Kristjánssyni, í sveit GSS 5&4. Kristófer Orri Þórðarson vann sinn leik í tvímenningnum gegn Elvari Inga Hjartarsyni 8&7 og Ragnar Már Garðarsson vann sinn leik gegn Arnari Geir Hjartarssyni 3&2.
4. A-sveit GR g. GKJ 3-0
A-sveit GR vann alla leiki sína gegn sveit GKJ í 1. umferð. Þeir Bogi Ísak Bogason og Ernir Sigmundsson í sveit GR unnu í fjórmenningi gegn þeim Elís Rúnari Elíssyni og Daníel Andra Karlssyni 4&2. Í tvímenningsleikjunum unnu sveitarmeðlimir úr GR sömuleiðis þ.e. Kristinn Reyr Sigurðsson, GR vann Guðna Val Guðnason 4&3 og Stefán Þór Bogason, GR vann leik sinn gegn Birni Óskari Guðjónssyni 2&1.
5. Sveit NK g. sveit GHG og GOS 2-1
Þeir Gunnar Geir Baldursson og Bragi Þór Sigurðsson í sveit NK unnu í fjórmenningi gegn þeim Birgi Busk Steinarssyni og Guðjóni Auðunssyni, en sigurinn var naumur, leikar fóru á 19. holu, þar sem sveit NK hafði betur. Andri Páll Ásgeirsson í sveit GHG og GOS vann leik sinn gegn Eiður Ísak Broddasyni, NK 3&2 og Sigurður Örn Einarsson, NK vann sinn leik naumlega gegn Símon Leví Héðinssyni 1&0.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024