Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 07:00

LPGA: Kerr og Park leiða í Kanada

Það er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Cristie Kerr og núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Inbee Park, sem eru efstar og jafnar þegar CN Canadian Open er hálfnað.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, hvor.

Í þriðja sæti eru hin franska Karine Icher og bandaríski kylfingurinn Angela Stanford aðeins 1 höggi á eftir forystunni á 7 undir pari, samtals, hvor.

Davies, Creamer og Ko eru síðan jafnar í 5. sæti á samtals 6 undir pari, hver – aðeins 2 höggum á eftir forystunni.

Meðal þeirra sem ekki náðu í gegnum niðurskurð eru: Beatriz Recari og Morgan Pressel.  E.t.v. er það sama að hrjá þær og Stacy Lewis sem sagði sig úr mótinu vegna þreytu, en allt eru þetta kylfingar sem léku í Solheim Cup.

4 kylfingar, þ.á.m. Charley Hull deila síðan 8. sæti á samtals 5 undir pari og hópur 7 kylfinga er í 12. sæti þ.á.m. Lexi Thompson, Jessica Korda og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen.

Til þess að sjá stöðuna á CN Canadian Open þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: