Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 15:30

Staðan í sveitakeppni GSÍ í flokki 18 ára og yngri stúlkna eftir 3 umferðir

Sveitakeppni 18 ára og yngri stúlkna fer fram á Selsvelli á Flúðum.  Alls eru stúlknalið 5 golfklúbba sem þátt taka, GHD , GK, GKG, GO og GR og verður 1 lið alltaf að sitja hjá.

Í gær voru spilaðar fyrstu tvær umferðirnar og í dag er búið að leika 3. umferðina. Staðan eftir 3 umferðir er eftirfarandi:

1. sæti  GHD

2. sæti GR

3. sæti GK

4. sæti GO

5. sæti GKG

1. umferð

1. GR g. GKG 2-1

Þær Saga Traustadóttir og Eva Karen Björnsdóttir, í sveit GR unnu þær Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur og Elísabetu Ágústsdóttur í sveit GKG, í fjórmenningi 3&2.  Í tvímenningnum hafði Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR betur gegn Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 3&2. Loks vann Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG,  viðureign sína gegn Ragnhildi Kristinsdóttur, GR 2&1.

2. GHD g. GK 2-1

Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir, í sveit Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) unnu þær Hafdísi Jóhannsdóttur og Sigurlaugu Rún Jóhannsdóttur, í sveit GK 3&2.  Í tvímenningnum vann Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Söru Margréti Hinriksdóttur, GK, 2&1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann viðureign sína við Jónínu Björg Guðmundsdóttur, GHD, 4&3.

2. umferð

3. GK g. GKG 2-1

Þær Sigurlaug Rún Jónsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir í sveit GK unnu Freydísi Eiríksdóttur og Elísabetu Ágústsdóttur, 6&5. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Hafdísi Jóhannsdóttur, GK, á 19. holu í tvímenningnum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann sinn leik gegn Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 2&1.

4. GHD g. GO 3-0

Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir í sveit GHD unnu þær Eydísi Eir Óttarsdóttur og Ólöfu Agnesi Arnardóttur, í sveit GO, 8&7 í fjórmenningi.  Birta Dís Jónsdóttir, GHD sigraði Hrafnhildi Guðjónsdóttur, GO með nokkrum yfirburðum 7&6 og  Jónína Björg Guðmundsdóttir, GHD vann Söndru Ósk Sigurðardóttur, GO, 5&3.

3. umferð

5. GHD g. GKG 2-1

Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir, í sveit GHD unnu leik sinn í fjórmenningi gegn Ásthildi Lilju Stefánsdóttir og Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur, í sveit GKG, 2&1. Birta Dís Jónsdóttir, GHD vann Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 5&3 í tvímenningi en Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Jónínu Björg Guðmundsdóttur, GHD, naumlega 1&0.

6. GR g. GO 3-0

Þær Saga Traustadóttir og Karen Ósk Kristjánsdóttir í sveit GR unnu þær Eydísi Eir Óttarsdóttir og Söndru Ósk Sigurðardóttur, sveit GO, örugglega 7&5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR vann Hrafnhildi Guðjónsdóttur, GO í tvímenningi 5&4 og Eva Karen Björnsdóttir, GR, vann Ólöfu Agnesi Arnardóttur, GO, 5&3.