
Staðan í sveitakeppni GSÍ í flokki 18 ára og yngri stúlkna eftir 3 umferðir
Sveitakeppni 18 ára og yngri stúlkna fer fram á Selsvelli á Flúðum. Alls eru stúlknalið 5 golfklúbba sem þátt taka, GHD , GK, GKG, GO og GR og verður 1 lið alltaf að sitja hjá.
Í gær voru spilaðar fyrstu tvær umferðirnar og í dag er búið að leika 3. umferðina. Staðan eftir 3 umferðir er eftirfarandi:
1. sæti GHD
2. sæti GR
3. sæti GK
4. sæti GO
5. sæti GKG
1. umferð
1. GR g. GKG 2-1
Þær Saga Traustadóttir og Eva Karen Björnsdóttir, í sveit GR unnu þær Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur og Elísabetu Ágústsdóttur í sveit GKG, í fjórmenningi 3&2. Í tvímenningnum hafði Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR betur gegn Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 3&2. Loks vann Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, viðureign sína gegn Ragnhildi Kristinsdóttur, GR 2&1.
2. GHD g. GK 2-1
Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir, í sveit Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) unnu þær Hafdísi Jóhannsdóttur og Sigurlaugu Rún Jóhannsdóttur, í sveit GK 3&2. Í tvímenningnum vann Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Söru Margréti Hinriksdóttur, GK, 2&1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann viðureign sína við Jónínu Björg Guðmundsdóttur, GHD, 4&3.
2. umferð
3. GK g. GKG 2-1
Þær Sigurlaug Rún Jónsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir í sveit GK unnu Freydísi Eiríksdóttur og Elísabetu Ágústsdóttur, 6&5. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Hafdísi Jóhannsdóttur, GK, á 19. holu í tvímenningnum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK vann sinn leik gegn Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 2&1.
4. GHD g. GO 3-0
Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir í sveit GHD unnu þær Eydísi Eir Óttarsdóttur og Ólöfu Agnesi Arnardóttur, í sveit GO, 8&7 í fjórmenningi. Birta Dís Jónsdóttir, GHD sigraði Hrafnhildi Guðjónsdóttur, GO með nokkrum yfirburðum 7&6 og Jónína Björg Guðmundsdóttir, GHD vann Söndru Ósk Sigurðardóttur, GO, 5&3.
3. umferð
5. GHD g. GKG 2-1
Þær Elísa Rún Gunnlaugsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir, í sveit GHD unnu leik sinn í fjórmenningi gegn Ásthildi Lilju Stefánsdóttir og Helenu Kristínu Brynjólfsdóttur, í sveit GKG, 2&1. Birta Dís Jónsdóttir, GHD vann Særósu Evu Óskarsdóttur, GKG, 5&3 í tvímenningi en Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG vann Jónínu Björg Guðmundsdóttur, GHD, naumlega 1&0.
6. GR g. GO 3-0
Þær Saga Traustadóttir og Karen Ósk Kristjánsdóttir í sveit GR unnu þær Eydísi Eir Óttarsdóttir og Söndru Ósk Sigurðardóttur, sveit GO, örugglega 7&5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR vann Hrafnhildi Guðjónsdóttur, GO í tvímenningi 5&4 og Eva Karen Björnsdóttir, GR, vann Ólöfu Agnesi Arnardóttur, GO, 5&3.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023