
Afmæliskylfingur dagsins: Sam Torrance — 24. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Sam Torrance, OBE. Torrance er fæddur í Largs, Skotlandi 24. ágúst 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Torrance gerðist atvinnumaður í golfi 16 ára og hefir á ferli sínum sigrað 43 sinnum þar af í 21 skipti á Evrópumótaröðinni (og er í 10. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Seinni ár hefir Torrance spilað á European Seniors Tour þ.e. öldungamótaröðinni og þar hefir hann sigrað 11 sinnum. Besti árangur Torrance í risamóti er 5. sæti á Opna breska árið 1981.
Torrance er kvæntur Suzanne Danielle (frá árinu 1988), en Suzanne er ensk leikkona (ekki mjög þekkt hér á landi). Torrance á 3 börn: Daniel, Phoebe og Anousku.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst 1969 (44 ára); Andrew Marshall, 24. ágúst 1973 (40 ára stórafmæli!!!)
….. og ……


-
Viktor Páll Magnússon · 14 ára
-
Hrafnhildur Sigurðardóttir · 56 ára
-
Björn Steinar Brynjólfsson · 31 árs
-
Bergljót Davíðsdóttir · 61 árs
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022