Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 20:15

CN Canadian Open í beinni

Það er virkilega gaman að fylgjast með CN Canadian Open í augnablikinu.

Uppáhaldskylfingar Golf 1 skiptast á að vera í efsta sætinu. Sem stendur (kl. 20:05) er það hin nýsjálenska Lydia Ko, sem á titil að verja og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen

Báðar eru nú á 9 undir pari en eiga eftir að spila 6 holur (Ko) og 4 holur (Pettersen).

Í 2. sæti sem stendur eru og Íslandsvinurinn mikli, Caroline Hedwall, Cristie Kerr og Brittany Lincicome aðeins 1 höggi á eftir, á 8 undir pari.

Charley Hull og IK Kim eru síðan í 6. sæti á 7 undir pari – Um stund var Charley í 1. sæti en hún byrjaði afar vel var komin 1 undir par eftir 2 holur á 3. hring.

Til þess að fylgjast með CN Canadian Open í beinni SMELLI Ð HÉR:

Til þess að fylgjast með á stöðunni á CN Canadian Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: