Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 22:05

The Barclays í beinni

Fyrsta mótið í FedExCup umspilinu í haustmótaröðinni hófst s.l. fimmtudag. Leikið er á Liberty National golfvellinum, í New Jersey. Flestir bestu kylfingar heims taka þátt, m.a. nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, sem þó á að stríða við meiðsli í baki og hálsi. Til þess að fylgjast með The Barclays í beinni SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með stöðunni á skortöflu  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 22:00

Sveitakeppni GSÍ 2013: Þrír Íslandsmeistaratitlar í unglingaflokki til GK!

Golfklúbbur Keilir varð í dag klúbbameistari í þremur flokkum af fjórum í sveitakeppni unglinga. Keilir sigraði í fokkum Pilta og Stúlkna 18 ára og yngri og Telpnaflokki 15 ára og yngri, Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í flokki Drengja 15 ára og yngri. Hægt er að sjá lokastöðuna í öllum deildum á „Sveitakeppnissíðunum GSÍ“ hér að neðan:  Uppfært: Strákar 15 ára og yngri, leikið er á Þverárvelli hjá Golklúbbnum Þverá, Hellishólum, staða og upplýsingar hér Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í flokki drengja 15 ára og yngri, í öðru sæti vrð Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og í þriðja sæti varð Golfklúbburinn Keilir. 1. sæti              GR 2. sæti              GKG 3. sæti              GK Uppfært: Piltar 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði í Skotlandi

Englendingurinn Tommy Fleetwood sigraði á Johnny Walker Championship, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum að þessu sinni og fór fram í Gleneagles í Skotlandi. Þeir Fleetwood, Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez og heimamaðurinn Stephen Gallacher voru allir á sama skori að loknum hefðbundnum 72 holu leik.  Allir léku þeir á samtals 18 undir pari, 270 höggum; Fleetwood (68 65 67 70); Gonzalez (65 65 70 70) og Gallacher (71 68 64 67). Það varð því að koma til umspils milli þeirra þriggja og þar sigraði Fleetwood á 1. holu umspils (18. holu Gleneagles) með fugli meðan hinir fengu par. Tommy Fleetwood er fæddur 19. janúar 1991 og er því 22 ára. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —- 25. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er landsliðsþjálfarinn okkar Úlfar Jónsson. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Jafnframt því að vera landsliðsþjálfari er Úlfar íþróttastjóri GKG og sjálfstæður golfkennari. Eins hefir Úlfar verið lýsandi golfútsendinga á SkjárGolf og þar áður Stöð2 og Sýn). Aðeins 14 ára sigraði Úlfar í 7 opnum mótum, sem haldin voru 1983. Úlfar varð drengjameistari 1982 og 1983 og piltameistari Íslands 1984 og 1986 Hann hefir 6 sinnum orðið Golfmeistari Íslands (þ.e. Íslandsmeistari í höggleik eins og það heitir nú), 1986 1987, 1989-1992. Eins varð Úlfar Íslandsmeistari í holukeppni 1989 og 1993. Úlfar varð Norðurlandameistari bæði í einstaklings- og sveitakeppni árið 1992. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 09:00

Nýi pútter Obama forseta

Þegar Scott Gardner, yfirmaður pútterdeildar TaylorMade á PGA Tour, sá nýlega myndir af pútter Barack Obama, Bandaríkjaforseta, sem er TaylorMade Ghost Manta pútter, þá var fyrsta hugsun hans ekki „hvert er skor hans með honum (pútternum)? heldur fremur „Nr. 44 (Obama er 44. forseti Bandaríkjanna) þarf að endurnýja pútter sinn!“ Pútter forsetans sem Gardner smíðaði fyrir hann 2012, var 36 tommu langur pútter með jafnvægi í púttersandlitinu (ens. face-balanced and with a standard double-bend hosel) og var með 58 gramma gripi. Gardner lengdi pútter Obama aðeins í 37 tommur og þyngdi hann þ.e. setti 130 gramma grip á hann, auk þess sem nú er pútterinn með jafnvægisstilltu Spider blaði í tá (ens. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 08:30

LPGA: Hedwall í 1. sæti eftir 3. hring

Caroline Hedwall, aðalstjarna nýaflokinnar Solheim Cup keppni er efst fyrir lokahring CN Canadian Open, sem leikinn verður í dag í Ontario, Kanada. Hún hefir 1 höggs forystu á þær Suzann Pettersen og hina 16 ára Lydiu Ko, frá Nýja-Sjálandi, sem á titil að verja. Caroline Hedwall er samtals búin að spila á 10 undir pari, 200 höggum (68 68 64) og það var glæsihringur hennar í gær upp á 6 undir pari, 64 högg, sem kom henni í 1. sætið. Hedwall var taplaus í Solheim Cup, með 5 vinninga og sú fyrsta sem það tókst og það bara sunnudaginn fyrir viku. Aðrar stórstjörnur kvennagolfsins s.s. nr. 2 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 23:59

PGA: Woodland og Kuchar efstir fyrir lokahring The Barclays

Það eru Gary Woodland og Matt Kuchar, sem eru efstir og jafnir á The Barclays. Báðir eru þeir Woodland og Kuchar búnir að spila á 12 undir pari samtals, hvor, 201 höggi; Kuchar (66 65 70) og Woodland (69 64 68). Í 3. sæti er Kevin Chappell aðeins 1 höggi á eftir á 11 undir pari, 202 höggum. Í 4. sæti eru síðan Tiger Woods og Englendingurinn David Lynn á samtals 8 undir pari, hvor, 205 höggum.  Tiger er því 4 höggum á eftir forystunni og verður að skila lágu skori (eða eins og sagt er á ensku go low! á morgun). Til þess að sjá stöðun eftir 3. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 22:00

GSÍ Sveitakeppni eldri kylfinga 2013: GK og GR leika til úrslita í 1. flokki kvenna

Í dag var leikinn 2. umferð í Sveitakeppni GSÍ 1. deild eldri kylfinga (kvenna) á Jaðarsvelli. Leikir dagsins fóru á eftirfarandi hátt: 1. GR-GKJ 2,5-0,5 Þær Guðrún Garðars og Margrét Geirsdóttir, í sveit GR unnu þær Margréti Óskarsdóttur og Elínu Rósu Guðmundsdóttur, í sveit GKJ, 3&2, í fjórmenningsleiknum.  Ásgerður Sverrisdóttir, GR vann yfirburðasigur á Þuríði Pétursdóttur, GKJ 8&7; en þær Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR og Rut M. Héðinsdóttir, GKJ skyldu jafnar. 2. GK-NK 2-1 Það voru Kristín Sigurbergsdóttir og Helga Gunnarsdóttir, í sveit GK sem unnu þær Jórunni Þóru Sigurðardóttur og Oddnýju Rósu Halldórsdóttur, í sveit NK, 5&3 í fjórmenningi.  Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann Þyrí Valdimarsdóttur, NK 3&2 í tvímenningi og eins en Sigrún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 22:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1 Ég hef fundið upp nýjan golfbolta sem rúllar sjálfkrafa í holuna um leið og hann liggur í 4 cm fjarlægð frá henni. Varúð!!! Ekki geyma hann í rassvasanum! Nr. 2 Eftir sveitakeppnina safnar fyrirlið golfsveitar eins golfklúbbsins saman sveitinni sinni og heldur stutt ávarp: „Fyrir sigri dugði það ekki til í þetta sinn, en við gleðjumst yfir því að engin hafi drukknað í vatnstorfærunni! Nr. 3 Kvenkylfingur slær fullkomið teighögg beint út á braut. Þegar hún nálgast botann sinn þá kemur karlrembukylfingur af næstu braut og gerir sig líklegan til að slá boltann. „Afsakaðu,“ hrópar kvenkylfingurinn hneyksluð. „Þetta er boltinn minn.“ „Nei, ég á hann“ segir karlkylfingurinn. „Taktu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 20:45

Ólöf María með ás!!!

Klúbbmeistari GHD, og tvöfaldur Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 14 ára og yngri Ólöf María Einarsdóttir, fór holu í höggi í dag á Selsvelli þar sem hún keppir í flokki 15 ára og yngri telpna í sveitakeppni GSÍ og er eins og hennar er von og vísa að gera góða hluti. „Ólöf María notaði 8-járn en boltinn fór hátt upp í vindinn til hægri, beygði inn á flöt og skoppaði tvisvar á flötinni áður en hún lenti í holu,“ skv. frétt á heimasíðu GF. Fyrsta brautin á Selsvelli er um 109 metra að lengd af bláum teigum. Skv. ofangreindri frétt segist Ólöf María ætla að gera það að fara holu í Lesa meira