Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 06:30

PGA: Kuch leiðir í hálfleik The Barclays

Það er bandaríski kylfingur og nr. 6 á heimslistanum Matt Kuchar sem leiðir þegar The Barclays mótið er hálfnað á Liberty National í New Jersey.

Kuchar á reyndar eftir að spila 5 holur , en er búinn að spila á samtals 10 undir pari.  Ekki náðu allir leikmenn að klára hringi sína vegna myrkurs, en samtals 44 kylfingar eiga eftir að klára 2. hring eins og Kuch og klára þeir hringi sína nú laugardagsmorguninn.

Þeir sem eru í 2. sæti eins og er og náðu báðirað klára leiki sína eru þeir Webb Simpson og Gary Woodland en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undi pari, hvor.

Fjórða sætinu deila síðan þeir Rickie Fowler, Keegan Bradley og Adam Scott, sem allir eru búnir að spila á samtals 7 undir pari, hver og sömuleiðis Justin Rose, en hann á eftir að klára 3 holur.

Rory McIlroy er búinn að eiga frábæran 2. hring en hann var í 63. sætinu í gær og er búinn að vinna sig upp í 15. sætið með 2. hring upp á 5 undir pari og hann á eftir að klára 2 holur! Tiger Woods er sömuleiðis í 15. sæti og er jafnframt einn af þessu 44 sem á eftir að ljúka 2. hring. Hann er búinn að spila 2. hring á 1 undir pari, en á eftir að klára 5 holur!

Til þess að sjá stöðuna á The Barclays eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á The Barclays, sem Jonas Blixt átti SMELLIÐ HÉR: