Keiliskonur með fullt hús stiga í sveitakeppni eldri kylfinga!!!
Í dag hófst á Akureyri sveitakeppni GSÍ í 1. flokki eldri kvenkylfinga.
Eftir 1. dag er sveit Golfklúbbsins Keilis sú eina sem er með fullt hús stiga, vann alla 3 leiki sína.
1. GK-GA 3-0
Þær Helga Gunnarsdóttir og Margrét Berg Theódórsdóttir í sveit Keilis unnu heimakonurnar Þórunni Önnu Haraldsdóttur og Höllu Sif Svavarsdóttur, í GA, í fjórmenningi dagsins 3&2. Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann leik sinn gegn Guðnýju Óskarsdóttur, 4&3 og Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sinn leik gegn Jakobínu Reynisdóttur 3&1.
2. GR-GKB 2,5-0,5
Allt var jafnt í fjórmenningsleik þeirra Steinunnar Sæmundsdóttur og Jóhönnu Bárðardóttur í sveit GR gegn þeim Brynhildi Sigursteinsdóttur og Unni Jónsdóttur, í sveit GKB. Tvímenningsleikir GR unnust báðir. Þannig vann Ásgerður Sverrisdóttir, GR sannfærandi sigur á Unni Sæmundsdóttur, GKB, 5&4 og Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR vann Jennettu Bárðardóttur, GKB, 3&2.
3. NK-GKG 2,5-0,5
Oddný Rósa Halldórsdóttir og Áslaug Einarsdóttir í sveit NK unnu í fjórmenningi gegn þeim Bergljótu Kristinsdóttur og Jóhönnu Ríkey Sigurðardóttur, í sveit GKG 3&2. Þyrí Valdimarsdóttir, NK vann sinn leik gegn Jónínu Pálsdóttur, GKG og allt var jafnt í leik Ágústu Dúu Jónsdóttur, NK gegn Maríu Guðnadóttur, GKG.
4. GKJ-GS 2-1
Sveitarmeðlimir Golfklúbbs Suðurnesja, þær Ólafía Sigurbergsdóttir og Helga Sveinsdóttir unnu fjórmenningsleik sinn gegn þeim Elínu Rósu Guðmundsdóttur og Guðnýju Helgadótur úr sveit GKJ, 2&1. Margrét Óskarsdóttir, GKJ, vann einn stærsta sigurinn í mótinu þ.e. 7&5 gegn Hafdísi Ævarsdóttur, GS og Rut M. Héðinsdóttir, GKJ vann sinn tvímenningsleik gegn Magdalenu Sirrý Þórisdóttur, 2&1.
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open