Keiliskonur með fullt hús stiga í sveitakeppni eldri kylfinga!!!
Í dag hófst á Akureyri sveitakeppni GSÍ í 1. flokki eldri kvenkylfinga.
Eftir 1. dag er sveit Golfklúbbsins Keilis sú eina sem er með fullt hús stiga, vann alla 3 leiki sína.
1. GK-GA 3-0
Þær Helga Gunnarsdóttir og Margrét Berg Theódórsdóttir í sveit Keilis unnu heimakonurnar Þórunni Önnu Haraldsdóttur og Höllu Sif Svavarsdóttur, í GA, í fjórmenningi dagsins 3&2. Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann leik sinn gegn Guðnýju Óskarsdóttur, 4&3 og Kristín Sigurbergsdóttir, GK, sinn leik gegn Jakobínu Reynisdóttur 3&1.
2. GR-GKB 2,5-0,5
Allt var jafnt í fjórmenningsleik þeirra Steinunnar Sæmundsdóttur og Jóhönnu Bárðardóttur í sveit GR gegn þeim Brynhildi Sigursteinsdóttur og Unni Jónsdóttur, í sveit GKB. Tvímenningsleikir GR unnust báðir. Þannig vann Ásgerður Sverrisdóttir, GR sannfærandi sigur á Unni Sæmundsdóttur, GKB, 5&4 og Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR vann Jennettu Bárðardóttur, GKB, 3&2.
3. NK-GKG 2,5-0,5
Oddný Rósa Halldórsdóttir og Áslaug Einarsdóttir í sveit NK unnu í fjórmenningi gegn þeim Bergljótu Kristinsdóttur og Jóhönnu Ríkey Sigurðardóttur, í sveit GKG 3&2. Þyrí Valdimarsdóttir, NK vann sinn leik gegn Jónínu Pálsdóttur, GKG og allt var jafnt í leik Ágústu Dúu Jónsdóttur, NK gegn Maríu Guðnadóttur, GKG.
4. GKJ-GS 2-1
Sveitarmeðlimir Golfklúbbs Suðurnesja, þær Ólafía Sigurbergsdóttir og Helga Sveinsdóttir unnu fjórmenningsleik sinn gegn þeim Elínu Rósu Guðmundsdóttur og Guðnýju Helgadótur úr sveit GKJ, 2&1. Margrét Óskarsdóttir, GKJ, vann einn stærsta sigurinn í mótinu þ.e. 7&5 gegn Hafdísi Ævarsdóttur, GS og Rut M. Héðinsdóttir, GKJ vann sinn tvímenningsleik gegn Magdalenu Sirrý Þórisdóttur, 2&1.
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022
- júlí. 1. 2022 | 22:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik á Italian Challenge Open