Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 10:00

Birgir Leifur nýfarinn út

Birgir Leifur Hafþórsson, átti rástíma kl. 11: 20 að staðartíma í Pléneuf, Frakklandi (kl. 9:20 að íslenskum tíma)  í Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu og er því nýfarinn út, varla búinn að spila fleiri en 3 holur. Hann er nú í 27. sæti á samtals 2 undir pari (65 73) og vonandi að hann eigi jafngóðan hring og á 1. degi! Til þess að fylgjast með gengi Birgis Leifs SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:45

LET: Valentine efst í Helsingborg

Það er franska stúlkan Valentine Derrey sem leiðir á Helsingborg Open eftir 2. keppnisdag. Sjá má kynningu Golf 1 á Valentine Derrey með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR:  Derrey er samtals búin að spila á 8 undir pari, 136 höggum (68 68). Í 2. sæti eru IK Kim frá Suður-Kóreu og Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir, hvor. Í 4. sæti á samtals 6 undir pari er hin sænska Camilla Lennarth og fimmta sætinu deila 2 sænskar stúlkur: Pernilla Lindberg og Caroline Hedwall báðar á samtals 5 undir pari eða 3 höggum á eftir Valentine. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:30

Evrópumótaröðin: Björn og Gallacher leiða í Crans Montana í hálfleik

Það eru Daninn Thomas Björn og Skotinn Stephen Gallacher sem leiða á Omega European Masters mótinu, sem fram fer í Crans Montana í Sviss á golfvelli Crans-sur-Sierre golfklúbbsins. Þeir Björn og Gallacher er báðir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum; Björn (67 65) og Gallacher (66 66). Fimm kylfingar deila síðan 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hver þ.e.. þeir: Miguel Ángel Jiménez, Richard Finch, Tommy Fleetwood, Victor Dubuisson og Danny Willett. Annar hópur 6 kylfinga deilir síðan 8. sæti aðeins 2 höggum á eftir forystumönnunum, allir búnir að spila á samtals 8 undir pari, en það eru þeir: Anirban Lahiri, Paul Casey, Pádraig Harrington, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:00

Ólafur náði ekki niðurskurði

Ólafur Björn Loftsson, NK, náði ekki niðurskurði í úrtökumóti fyrir Web.Com mótaröðina, sem fram fór í Brunswick, Georgíu. Ólafur Björn lék á samtals á 13 yfir pari, 223 höggum (74 77 72) og hafnaði í 61. sæti, sem hann deildi með öðrum. Niðurskurður var miðaður við samtals 212 högg og ljóst að Ólafur var þó nokkuð frá því að komast í gegn en hann spilaði mótið meiddur á úlnlið og náði því ekki að sýna sínar réttu hliðar. Ólafur Björn mun spila á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina seinna á árinu. Sjá má stöðuna eftir 3. dag á úrtökumótinu fyrir Web.Com mótaröðina í Brunswick, Georgíu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 21:45

Ingvar Andri sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ

Það var Ingvar Andri Magnússon, 12 ára, úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013. Hann spilaði hreint út sagt frábært golf, sem gaman var að fylgjast með! Það voru strákarnir í yngsta aldurhópnum í mótinu, Ingvar Andri og heimamaðurinn Kristófer Karl Karlsson, GKJ,  sem stóðu sig eins og hetjur og Ingvar Andri stóð síðan uppi sem sigurvegari.  Kristófer Karl hafnaði í 3. sæti. Í lokin voru það Ingvar Andri og Benedikt Árni Harðarson, GK, sem voru einir eftir af þeim 10 sem hófu keppnina. Úrslitaeinvígið fór fram á 16. braut Hlíðarvallar og þar sigraði Ingvar Andri með pari. Á teig var hann spurður að því af fréttamanni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 14:30

Birgir á samtals 2 undir pari eftir 2. hring

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG lauk 2. hring á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu í Pléneuf, Frakklandi, á 3 yfir pari, 73 höggum og er því samtals á 2 undir pari, 138 höggum (65 73). Birgir Leifur byrjaði á 1. teig í morgun, eftir að hafa lokið við 6 holur sem hann átti eftir af  1. hring eldsnemma í morgun. Birgir Leifur  spilaði því í raun 24 holur í dag. Á 2. hring fékk hann skolla á 4. holu sem hann tók aftur á 8. holu með fugli en fékk síðan aftur skolla á 9. holu. Fyrri 9 spiluðust því á 36 höggum. Síðan fékk Birgir Leifur slæman skramba á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 14:00

Obama þrípúttar – Myndskeið

Sunnudaginn 11. ágúst s.l. var Bandaríkjaforseti, Barack Obama, í fríi í Martha´s Vinyard …. og hvað er betra til að slappa af heldur en að taka einn golfhring? Svolítið erfitt samt, því allskyns ráðgjafar voru í slagtogi til þess að halda forsetanum við efnið í pólítíkinni og ef eitthvað mikilvægt kynni að koma upp þá yrði hann snarast að hætta. Þannig að það er ekki laust er við að einbeitingin hafi ekki alveg verið upp á 10 hjá forsetanum, eflaust þúsundir annarra mála sem hann hefir  haft hugann við umfram golfið.. a.m.k. þrípúttaði hann á 1. flöt þar sem fréttamenn fengu að fylgjast með honum. Hér má sjá þrípútt forsetans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 16  ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum. Ragnhildur var Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2012. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. og síðasta mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti 2012- tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka, 2012 En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára, í fyrra 2012, keppti hún á mótaröð þeirra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 10:24

Birgir Leifur lauk 1. hring í Pléneuf á 5 undir pari – 65 höggum og er í 2. sæti!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  átti eftir að spila síðustu 6 holurnar á 1. hring Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, vegna 4 tíma þokuseinkunnar sem var í Pléneuf í gær. Þær spilaði hann í morgun og kláraði hringinn með glæsilegum hætti, missti hvergi högg og fékk 2 fugla. Fuglarnir komu á 14. og 18. holu á hring hans (þ.e. 5. og 9. holu vallarins, en Birgir Leifur hóf leik á 10. braut í gær). Hann deildi því 2. sætinu með Norðmanninum Joakim Mikkelsen, sem er stórglæsilegur árangur!!! Nú þegar hefur Birgir Leifur hafið leik á 2. hring (þegar klukkan er 10:20 hér á landi 12:20 í Pléneuf) og eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 09:45

Síðustu mót Íslandsbanka mótaraðanna á morgun

Á morgun (og hinn) fara fram síðustu mót keppnistímabilsins hjá Íslandsbankamótaröðinum. Sjöunda mót Íslandsbankamótaraðarinnar fer fram dagana 7.-8. september á Grafarholtsvelli. Það eru 147 unglingar skráðir í mótið 111 karlkylfingar og 36 kvenkylfingar. Sjötta og síðasta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka verður haldið á morgun, laugardaginn 7. september á Korpúlfsstaðarvelli. Þar eru 54 skráðir í mótið ; 46 karl og 8 kvenkylfingar.