Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 10:24

Birgir Leifur lauk 1. hring í Pléneuf á 5 undir pari – 65 höggum og er í 2. sæti!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  átti eftir að spila síðustu 6 holurnar á 1. hring Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, vegna 4 tíma þokuseinkunnar sem var í Pléneuf í gær.

Þær spilaði hann í morgun og kláraði hringinn með glæsilegum hætti, missti hvergi högg og fékk 2 fugla.

Fuglarnir komu á 14. og 18. holu á hring hans (þ.e. 5. og 9. holu vallarins, en Birgir Leifur hóf leik á 10. braut í gær).

Hann deildi því 2. sætinu með Norðmanninum Joakim Mikkelsen, sem er stórglæsilegur árangur!!!

Nú þegar hefur Birgir Leifur hafið leik á 2. hring (þegar klukkan er 10:20 hér á landi 12:20 í Pléneuf) og eftir 6 leiknar holur er Birgir Leifur á 1 yfir pari, fékk skolla á par-3 4. brautina (en Birgir Leifur hóf leik af 1. teig í morgun).

Það er vonandi að Birgi Leif gangi sem allra best!!!

Til þess að sjá stöðuna á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR: