Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 08:30

Birgir Leifur spilaði 12 holur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, náði að spila 12 holur í gær á 1. hring  Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, sem frestaðist í gær um 4 tíma vegna þoku.  Mótið fer fram í Pléneuf í Frakklandi. Birgir Leifur er enn á 3 undir pari eftir 12 holur og vonandi að hann haldi því skori eða bæti það jafnvel! Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og byrjaði gífurlega vel; fékk strax 2 fugla, á 10. og 11. holu, en fékk síðan skolla á par-4 14. holuna.  Síðan komu góðir fuglar á 15. og 16. holu og Birgi Leif tókst að fá 3 pör á fyrstu 3 holurnar á fyrri hluta vallarins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 08:00

Ólafur Björn meiddur á úlnlið

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Web.Com mótaröðina, í Brunswick, Georgíu. Leiknir eru 3 hringir án niðurskurðar og eftir 2 hringi er Ólafur búinn að spila á samtals 11 yfir pari, 151 höggi (74 77). Ólafur Björn er í 65. sæti og hafa þetta væntanlega verið vonbrigði fyrir hann, en óvanalega hátt skor hans skýrist í ljósi þess að hann er meiddur á úlnlið. Sjá má stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu fyrir Web.Com mótaröðina í Brunswick, Georgíu með því að SMELLA HÉR:  Á facebook síðu Ólafs Björns skrifaði hann: „Spilaði annan hringinn á 77 (+7) höggum í dag. Gríðarlega erfiður dagur en ég var á báðum áttum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 07:30

LET: IK Kim leiðir í Helsingborg

Í gær, 5. september hófst í Helsingborg í Danmörku, The Helsingborg Open, í Vasatorp golfklúbbnum í Helsingborg, Danmörku, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Eftir 1. hring er suður-kóreanski kylfingurinn In Kyung Kim (IK Kim) sem er í forystu. Hún spilaði 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum; á hring þar sem hún missti hvergi högg fékk 7 fugla og 11 pör. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Pernilla Lindberg frá Svíþjóð og þriðja sætinu deila 9 kylfingar þ.á.m Maria Hjorth frá Svíþjóð, en allar hafa þær spilað á 4 undir pari. Annar 7 kylfinga hópur deilir síðan 12. sætinu á 3 undir pari, en þ.á.m. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 07:00

Evróputúrinn: Lahiri efstur eftir 1. dag

Það er Indverjinn Anhirban Lahiri, sem leiðir eftir 1. dag á Omega European Masters í Crans Montana í Sviss. Lahiri yfirvann meiðsli í hné, sem hafa verið að há honum og átti frábæran 1. hring í mótinu upp á 8 undir pari, 63 högg, sem skilaði honum í 1. sætið. Þrír deila 2. sætinu Miguel Ángel Jiménez, Tommy Fleetwood og Paul Casey allir á 6 undir pari, 65 höggum. Thomas Björn er síðan í 5. sæti á 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:    

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 22:15

Afmæliskylfingur dagsins: Gressi, Ingvar Karl og Alexa – 5. september 2013

Það eru Gressi Agnars, Ingvar Karl Hermannsson og Alexa Stirling Fraser, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Gressi eða Grétar, er fæddur 5. september 1972 og á því 41 ára afmæli í dag!!! Ingvar Karl er fæddur 5. september 1982 og á 31 árs afmæli í dag!!! Ingvar Karl Hermannsson, GA, sigurvegari Arctic Open 2009 ásamt konu sinni Birnu Blöndal Sveinsdóttur Mynd: Í einkaeigu Eiginkona Grétars er Hilda Ólafsdóttir og þau eiga tvo syni Dag Óla og Atla Má, en Atli Már er Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki, árið 2012. Grétar er í GK og Ingvar Karl GA. Gressi Agnars, GK. Mynd: Í einkaeigu Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 22:00

Þau 10 sem komast áfram í Unglingaeinvígið

Í dag fór fram forkeppni í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ.  Nú liggur fyrir hverjir þeir 10 unglingar eru sem heyja einvígið en það eru þau 3 sem komust áfram í sínum aldursflokki og síðan sigurvegari síðasta árs, 2012,  Aron Snær Júlíusson, GKG. Þau sem sem komust áfram í flokki 14 ára og yngri eru Ingvar Andri Magnússon, GR; Arnór Snær Guðmundsson, GHD og Kristófer Karl Karlsson, GKJ. Í flokki 15-16 ára komust eftirfarandi áfram: Birgir Björn Magnússon, GK; Kristófer Orri Þórðarson, GKG og Saga Traustadóttir, GR. Í flokki 17-18 ára komust eftirfarandi áfram: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG; Stefán Þór Bogason, GR og Benedikt Árni Harðarson, GK. Úrslit dagsins í undankeppni Samsung Unglingaeinvígisins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 18:30

Fyrrum kæresta Martin Kaymer giftist hokkístjörnu

Fyrrum Dallas Stars miðjumaðurinn Mike Modano er í karabíska hafinu á hveitibrauðsdögum sínum, nánar tiltekið St. Bart´s eyjunni, eftir að hafa kvænst fyrrum kærestu þýska kylfingsins Martin Kaymer, Allison Micheletti. Mike Modano er 43 ára en Micheletti 24 ára. Þau giftust s.l. sunnudag í Hotel Joule í Dallas, Texas. Þetta er í 2. skiptið sem hinn geysivinsæli Modano kvænist, en nýlega lauk hjúskap hans til 5 ára við leikkonuna/módelið Willu Ford.  Micheletti er dóttir fyrrum NHL leikmannsins Joe Micheletti sem nú er fréttamaður hjá fréttastöð New York Rangers. Modano er sá bandaríski leikmaður í sögu NHL sem skorað hefur flest mörk eða alls 561 og 1374 punkta. Hann spilaði 20 keppnistímabil Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 18:00

Birgir Leifur í 4. sæti eftir 9 holu leik

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í 4. sæti eftir 9 leiknar holur á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu, en mótinu seinkaði í dag um 4 tíma vegna þoku. Birgir Leifur fór því ekki út fyrr en kl. 17:10 að staðartíma og hlýtur leik að fara að ljúka núna kl. 20:00 að staðartíma í Crans Montana í Sviss. (Kl. 18:00 hjá okkur heima á Íslandi) Birgir Leifur hóf leik á 10. teig og byrjaði gífurlega vel; fékk strax 2 fugla, á 10. og 11. holu, en fékk síðan skolla á par-4 14. holuna.  Síðan komu góðir fuglar á 15. og 16. holu og nú er Birgir Leifur á 3 undir pari! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 15:10

Birgir Leifur var að fara út

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var að fara út nákvæmlega við birtingu þessarar fréttar, á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu í dag, en mótið er hluti Áskorendamótaraðarinnar. Leikið er á Blue Green de Pléneuf Val André vellinum, í Pléneuf, Frakklandi. Upphaflega átti Birgir Leifur rástíma kl. 11:10 að íslenskum tíma en mótinu seinkaði um 4 tíma vegna þoku og fór hann því út núna kl. 15:10 (kl. 17:10 í Crans). Birgir Leifur nær hugsanlega ekki að spila nema 9 holur því það dimmir í kringum kl. 19:00 í Crans. Vonandi gengur Birgi Leif sem allra best!!! Til að fylgjast með gengi Birgis Leifs á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2013 | 14:30

Omega European Masters í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega European Masters, en spilað er í Crans Montana í Sviss á Alpagolfvellinum flotta Crans-sur-Sierre. Sem stendur er það Indverjinn Anirban Lahiri sem leiðir en hann átti draumabyrjun og hring upp á 63 högg í dag! Ye We-chong 13 ára kínverski strákurinn, sem spilar í mótinu í boði styrktaraðila lauk hring sínum á 7 yfir pari og er í 3. neðsta sæti. Miguel Ángel Jiménez sem gagnrýndi þátttöku stráksins og aðallega pressuna sem verið væri að setja á hann, lauk sínum hring á 65 höggum og deilir sem stendur 2. sætinu með Englendingnum unga Tommy Fleetwood. Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira