Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:00

Ólafur náði ekki niðurskurði

Ólafur Björn Loftsson, NK, náði ekki niðurskurði í úrtökumóti fyrir Web.Com mótaröðina, sem fram fór í Brunswick, Georgíu.

Ólafur Björn lék á samtals á 13 yfir pari, 223 höggum (74 77 72) og hafnaði í 61. sæti, sem hann deildi með öðrum.

Niðurskurður var miðaður við samtals 212 högg og ljóst að Ólafur var þó nokkuð frá því að komast í gegn en hann spilaði mótið meiddur á úlnlið og náði því ekki að sýna sínar réttu hliðar.

Ólafur Björn mun spila á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina seinna á árinu.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag á úrtökumótinu fyrir Web.Com mótaröðina í Brunswick, Georgíu með því að SMELLA HÉR: