Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:30

Evrópumótaröðin: Björn og Gallacher leiða í Crans Montana í hálfleik

Það eru Daninn Thomas Björn og Skotinn Stephen Gallacher sem leiða á Omega European Masters mótinu, sem fram fer í Crans Montana í Sviss á golfvelli Crans-sur-Sierre golfklúbbsins.

Þeir Björn og Gallacher er báðir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum; Björn (67 65) og Gallacher (66 66).

Fimm kylfingar deila síðan 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hver þ.e.. þeir: Miguel Ángel Jiménez, Richard Finch, Tommy Fleetwood, Victor Dubuisson og Danny Willett.

Annar hópur 6 kylfinga deilir síðan 8. sæti aðeins 2 höggum á eftir forystumönnunum, allir búnir að spila á samtals 8 undir pari, en það eru þeir: Anirban Lahiri, Paul Casey, Pádraig Harrington, Mark Tullo, Alejandro Cañizares og Bandaríkjamaðurinn Brooks Kopeka.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði voru: Francisco Molinari, Pablo Larrazabal og Peter Uihlein.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: