
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 16 ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum.
Ragnhildur var Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2012. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. og síðasta mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti 2012- tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka, 2012
En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára, í fyrra 2012, keppti hún á mótaröð þeirra bestu á Íslandi: Eimskipsmótaröðinni; tók þátt í 1. móti tímabilsins á Leirunni og á 6. og síðasta mótinu náði hún þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á heimavelli sínum, Grafarholtsvelli.
Ragnhildur er jafnframt Íslandsmeistari með sigurkvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ 2012 (NB! Langyngst 14 ára!!!)
Ragnhildur hefir líka keppt erlendis fyrir Íslands hönd og gengið virkilega vel og fengið dýrmæta reynslu. Hún tók t.a.m. þátt á Junior Open Championship, sem fram fór á Fairhaven golfvellinum í Lancashire, Englandi á s.l. ári, 2012, en þar heilsaði meistari Opna breska 2011, Darren Clarke m.a. upp á Ragnhildi. Eins stóð Ragnhildur sig vel á Finnish International Junior Championship, sem fram fór í Vierumäki í Finnlandi, í júní 2012 Loks er e.t.v. vert að nefna að Ragnhildur er í afrekshópi GSÍ og tók m.a. þátt í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída snemma árs 2012.
Ragnhildur var í fyrra (2012) og er nú í ár (2013 hluti af Reykjavíkurúrvalinu sem keppir við bestu kylfinga landsbyggðarinnar um KPMG bikarinn á morgun!
Nú í ár á Íslandsbankamótaröðinni hóf Ragnhildur keppnistímabilið glæsilega með sigri í telpnaflokki í Þorlákshöfn á 1. móti mótaraðarinnar.

F.v.: Aðalsteinsson hjá Íslandsbanka; Saga Traustadóttir, GR; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigurvegari og Birta Dís Jónsdóttir, GHD sem varð í 2. sæti. Mynd: gsimyndir.net
Ragnhildur sigraði líka á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Ragnhildur lék þar á samtals 9 yfir pari (75 74) og deildi 1. sætinu hvað snerti besta skor yfir mótið í heild meðal kvennanna.
Á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem var Íslandsmótið í holukeppni meðal unglinganna komst Ragnhildur í 8 manna úrslit en tapaði þar fyrir Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK á 20. holu.
Ragnhildur missti af 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hlíðarvelli hjá GKJ, vegna þess að hún tók 2. árið í röð þátt í Finnish International Junior Championship, sem fram fór 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumäki, Finnlandi. Þar stóð Ragnhildur sig vel eins og alltaf!

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship – Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol – þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol
Ragnhildur var síðan í íslenska kvennalandsliðinu sem keppti á European Ladies´2013 sem að þessu sinni fór fram dagana 9.-13. júlí í Fulford golfklúbbnum í York í Englandi. Liðið varð í 14. sæti!
Seinna í mánuðnum keppti Ragnhildur síðan í European Young Masters en hún ásamt liðsfélögum sínum Birtu Dís, Óðinn Þór og Gísla Sveinbergs urðu í 17. sæti.

Þátttaendur í European Young Masters dagana 25.-28. júlí 2013. F.v.: Birta Dís Jónsdóttir, GHD; Gísli Sveinbergsson, GK; Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net

Íslenska kvennalandsliðið í golfi ásamt liðs- og farastjórum á EM í York í Englandi. Mynd: gsimyndir.net
Í 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli varð Ragnhildur í 1. sæti í 3. sinn á mótaröðinni á samtals 150 höggum!!! Glæsilegt hjá Ragnhildi.
Á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru varð Ragnhildur í 2. sæti.
Nú í sumar hefir Ragnhildur því sigrað þrívegis í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni og einu sinni orðið í 2. sæti og ætti hún því vel skilið þá nafnbót að verða valin efnilegasti kvenkylfingur Íslands þegar árið verður gert upp!!!
Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (84 ára); Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (62 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (38 ára)
….. og ……
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi