Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Hún er fædd 6. september 1997 og á því 16  ára afmæli í dag! Ragnhildur er einfaldlega ein af okkar alefnilegustu ungu kvenkylfingum.

Ragnhildur var Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki og varð í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni 2012. Ragnhildur sigraði telpnaflokkinn á Unglingamótaröð Arionbanka, þ.e. 6. og síðasta mótið á Urriðavelli, 3. mótið á Korpúlfsstaðavelli og varð í 2. sæti á 2. mótinu að Hellishólum og í 3. sæti á 1. móti 2012- tímbilsins á Skaganum, þ.e. í verðlaunasæti á öllum mótum Unglingamótaraðar Arion banka, 2012

Ragnhildur Kristinsdóttir Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki 2012.

Ragnhildur Kristinsdóttir Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki 2012.

En Ragnhildur lét ekki við það sitja. Aðeins 14 ára, í fyrra 2012, keppti hún á mótaröð þeirra bestu á Íslandi: Eimskipsmótaröðinni; tók þátt í 1. móti tímabilsins á Leirunni og á 6. og síðasta mótinu náði hún þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu á heimavelli sínum, Grafarholtsvelli.

Ragnhildur er jafnframt Íslandsmeistari með sigurkvennasveit GR í sveitakeppni GSÍ 2012 (NB! Langyngst 14 ára!!!)

Sigursveit GR 2012.

Sigursveit GR 2012.

Ragnhildur hefir líka keppt erlendis fyrir Íslands hönd og gengið virkilega vel og fengið dýrmæta reynslu. Hún tók t.a.m. þátt á Junior Open Championship, sem fram fór á Fairhaven golfvellinum í Lancashire, Englandi á s.l. ári, 2012, en þar heilsaði meistari Opna breska 2011, Darren Clarke m.a. upp á Ragnhildi. Eins stóð Ragnhildur sig vel á Finnish International Junior Championship, sem fram fór í Vierumäki í Finnlandi, í júní 2012 Loks er e.t.v. vert að nefna að Ragnhildur er í afrekshópi GSÍ og tók m.a. þátt í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída snemma árs 2012.

Ragnhildur var í fyrra (2012) og er  nú í ár (2013 hluti af Reykjavíkurúrvalinu sem keppir við bestu kylfinga landsbyggðarinnar um KPMG bikarinn á morgun!

Nú í ár á Íslandsbankamótaröðinni hóf Ragnhildur keppnistímabilið glæsilega með sigri í telpnaflokki í Þorlákshöfn á 1. móti mótaraðarinnar.

F.v.: Aðalsteinsson hjá Íslandsbanka; Saga Traustadóttir, GR; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigurvegari og Birta Dís Jónsdóttir, GHD sem varð í 2. sæti. Mynd: gsimyndir.net

F.v.: Aðalsteinsson hjá Íslandsbanka; Saga Traustadóttir, GR; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og GHR; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, sigurvegari og Birta Dís Jónsdóttir, GHD sem varð í 2. sæti. Mynd: gsimyndir.net

Ragnhildur sigraði líka á 2. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu.  Ragnhildur lék þar á samtals 9 yfir pari (75 74) og deildi 1. sætinu hvað snerti besta skor yfir mótið í heild meðal kvennanna.

Á 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem var Íslandsmótið í holukeppni meðal unglinganna komst Ragnhildur í 8 manna úrslit en tapaði þar fyrir Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK  á 20. holu.

Ragnhildur missti af 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hlíðarvelli hjá GKJ, vegna þess að hún tók 2. árið í röð þátt í Finnish International Junior Championship, sem fram fór 26.-28. júní á Cooke vellinum í Vierumäki, Finnlandi. Þar stóð Ragnhildur sig vel eins og alltaf!

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship - Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol - þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol

Keppendurnir 12 á Finnish International Junior Championship – Ragnhildur er fyrir miðju myndarinnar í rauðum bol – þ.e. 2. frá vinstri af þeim sem eru í rauðum bol

Ragnhildur var síðan í íslenska kvennalandsliðinu sem keppti  á European Ladies´2013 sem að þessu sinni fór fram dagana 9.-13. júlí í  Fulford golfklúbbnum í York í Englandi. Liðið varð í 14. sæti!

Seinna í mánuðnum keppti Ragnhildur síðan í European Young Masters en hún ásamt liðsfélögum sínum Birtu Dís, Óðinn Þór og Gísla Sveinbergs urðu í 17. sæti.

Þátttaendur í European Young Masters dagana 25.-28. júlí 2013. F.v.: Birta Dís Jónsdóttir, GHD; Gísli Sveinbergsson, GK; Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net

Þátttaendur í European Young Masters dagana 25.-28. júlí 2013. F.v.: Birta Dís Jónsdóttir, GHD; Gísli Sveinbergsson, GK; Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net

Íslenska kvennalandsliðið í golfi ásamt liðs- og farastjórum á EM í York í Englandi. Mynd: gsimyndir.net

Íslenska kvennalandsliðið í golfi ásamt liðs- og farastjórum á EM í York í Englandi. Mynd: gsimyndir.net

Í 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli varð Ragnhildur í 1. sæti í 3. sinn á mótaröðinni á samtals 150 höggum!!! Glæsilegt hjá Ragnhildi.

Á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, þ.e. Íslandsmótinu í höggleik, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru varð Ragnhildur í 2. sæti.

Nú í sumar hefir Ragnhildur því sigrað þrívegis í telpnaflokki á Íslandsbankamótaröðinni og einu sinni orðið í 2. sæti og ætti hún því vel skilið þá nafnbót að verða valin efnilegasti kvenkylfingur Íslands þegar árið verður gert upp!!!

F.v.: Ragnhildur, GR 2. sæti; Birta Dís Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki og Saga, GR, 3. sæti. Mynd: GSÍ

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Ragnhildur Kristinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Dow Finsterwald, 6. september 1929 (84 ára); Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (62 ára); Stephen Gangluff, 6. september 1975 (38 ára)

….. og ……

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is