Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 09:45

LET: Valentine efst í Helsingborg

Það er franska stúlkan Valentine Derrey sem leiðir á Helsingborg Open eftir 2. keppnisdag.

Sjá má kynningu Golf 1 á Valentine Derrey með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR: 

Derrey er samtals búin að spila á 8 undir pari, 136 höggum (68 68).

Í 2. sæti eru IK Kim frá Suður-Kóreu og Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku aðeins 1 höggi á eftir, hvor.

Í 4. sæti á samtals 6 undir pari er hin sænska Camilla Lennarth og fimmta sætinu deila 2 sænskar stúlkur: Pernilla Lindberg og Caroline Hedwall báðar á samtals 5 undir pari eða 3 höggum á eftir Valentine.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Helsingborg Open SMELLIÐ HÉR: