Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2013 | 09:45

Síðustu mót Íslandsbanka mótaraðanna á morgun

Á morgun (og hinn) fara fram síðustu mót keppnistímabilsins hjá Íslandsbankamótaröðinum.

Sjöunda mót Íslandsbankamótaraðarinnar fer fram dagana 7.-8. september á Grafarholtsvelli.

Það eru 147 unglingar skráðir í mótið 111 karlkylfingar og 36 kvenkylfingar.

Sjötta og síðasta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka verður haldið á morgun, laugardaginn 7. september á Korpúlfsstaðarvelli.

Þar eru 54 skráðir í mótið ; 46 karl og 8 kvenkylfingar.